Í dag er Drottningardagurinn í Hollandi. Ég var búinn að heyra um þennan dag fyrir löngu og var því forvitinn að sjá stemmninguna. Við Ásgeir fórum og gengum um miðbæinn í dag. Götur út um allt eru fullar af fólki. Á þessum degi er leyfilegt að setja upp sölubása hvar sem er og selja alls kyns dót. Auk þess er áfengi selt í stórum stíl. Við vöknuðum í morgun við að það var búið að búa til lítið partí hér í götunni okkar með gettóblaster og stemmningu. Fullt af fólki er í appelsínugulum fötum (appelsínugulur er litur Hollendinga) og öll torg eru stútfull af fólki. Víða eru plötusnúðar og það er rosaleg djammstemmning hérna sem teygir sig yfir stórt svæði. Sums staðar var svo þröngt að við komumst varla áfram. Um sýkin sigla stórir og litlir bátar með fullt af fólki og stóra gettóblastera með djammtónlist. Djammstemmningin byrjaði reyndar í gærkvöldi og það var greinilegt strax í gær að ferðamenn kæmu í stórum stíl til borgarinnar fyrir þessa hátíð. Bæði í gær og öll næstu kvöld fram á og fram yfir næstu helgi verða stór partí hér og þar. Gaman. Á morgun er líka frídagur. Í matvörubúðinni var búið að hreinsa áfengi úr hillunum. Í Amsterdam er Drottningardagurinn greinilega djammhátíð en þetta virðist vera meiri fjölskylduhátíð annars staðar enda fá börn að sjá í dag hér í Amsterdam, aðallega ungt fólk. Íbúar miðbæjarins fara oft til útlanda á meðan hátíðinni stendur.
Síðan við komum heim frá Madríd hefur verið gott veður, upp undir 20 stiga hiti suma daga og sól. Það er orðið sumarlegt um að litast og bjart langt fram á kvöld. Ásgeir er kominn heim og undirbýr alls kyns umsóknir og eldar góðan mat. Keyptum mintulauf á markaðnum síðustu helgi og við höfum fengið okkur Mohito. Nennum reyndar ekki að elda í kvöld og ætlum bara að fá okkur pítsu. Á morgun vinn ég í ristilverkefninu góða. Vinnan gengur vel - alltaf er frekar mikið að gera. Ég hef haft nokkur áhugaverð tilfelli, t.d. struma ovarii, Peutz-Jegher polyp, lifrarbólgu C með skorpulifur, gliosarcoma og AML.
Kveðja, Pétur.
Wednesday, April 30, 2008
Thursday, April 17, 2008
Twinsz og Madríd
Ásgeir var hér í Amsterdam síðastliðna helgi. Honum gekk stórvel í prufu fyrir dansverkefni í haust hér í Hollandi þannig að hann fékk starfið. Nú er hann staddur í Madríd til að sýna verkið Mur og ég fer þangað á morgun til að sjá danssýninguna og auðvitað hitta Ásgeir. Þetta er fyrsta skipti sem við báðir komum til Madrídar - verður mjög gaman.
Ég sit núna fyrir framan sjónvarpið. Í hollensku sjónvarpi er mikið af alls konar Idol-þáttum. Nýjasta útspilið er Idol bara fyrir eineggja tvíbura, kallast Twinsz. Hugmyndin er sú að mynda band samsett úr þremur tvíburapörum. Einhvern veginn hefur þeim tekist að hóa saman um 10 tvíburum með misjafna sönghæfileika en ágæta danshæfileika sem vilja reyna fyrir sér í skemmtanabransanum. Það er frekar skrýtið að sjá svona marga eineggja tvíbura saman á sviði. Í salnum er síðan hellingur af tvíburum sem hafa verið fengnir til að horfa á og mynda part af valkerfinu fyrir utan dómarana. Þess er vandlega gætt að tvíburarnir séu svipuðum eða eins fötum. Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu. Ég spái því að tvíburabandið komi til Íslands síðan í sumar og stígi á stokk.
Það hefur verið nóg að gera í vinnunni það sem af er þessa viku. Hef séð m.a. Fordyce spot, basal cell adenoma, spindle cell carcinoma, malignant epitheloid GIST og pulmonary veno-occlusive disease.
Kveðja, Pétur.
Ég sit núna fyrir framan sjónvarpið. Í hollensku sjónvarpi er mikið af alls konar Idol-þáttum. Nýjasta útspilið er Idol bara fyrir eineggja tvíbura, kallast Twinsz. Hugmyndin er sú að mynda band samsett úr þremur tvíburapörum. Einhvern veginn hefur þeim tekist að hóa saman um 10 tvíburum með misjafna sönghæfileika en ágæta danshæfileika sem vilja reyna fyrir sér í skemmtanabransanum. Það er frekar skrýtið að sjá svona marga eineggja tvíbura saman á sviði. Í salnum er síðan hellingur af tvíburum sem hafa verið fengnir til að horfa á og mynda part af valkerfinu fyrir utan dómarana. Þess er vandlega gætt að tvíburarnir séu svipuðum eða eins fötum. Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu. Ég spái því að tvíburabandið komi til Íslands síðan í sumar og stígi á stokk.
Það hefur verið nóg að gera í vinnunni það sem af er þessa viku. Hef séð m.a. Fordyce spot, basal cell adenoma, spindle cell carcinoma, malignant epitheloid GIST og pulmonary veno-occlusive disease.
Kveðja, Pétur.
Sunday, April 13, 2008
Ferðalög
Ég var í Barcelona síðastliðna helgi; heimsótti þar Ásgeir og horfði á danssýninguna sem sett var á svið í stóru leikhúsi í miðbæ Girona sem er rétt hjá Barcelona. Mjög skemmtileg sýning. Ég kom reyndar einum sólarhring fyrr en til stóð og kom Ásgeiri á óvart þegar ég mætti óvænt síðla kvölds. Á laugardeginum fórum við til Montserrat sem er klaustur hátt í fjöllunum fyrir ofan Barcelona. Við fórum upp með kláfi og útsýnið var frábært í sólinni. Við hittum Xavier og Jakob sem hefur það mjög gott. Á sunnudeginum fór ég til Amsterdam en Ásgeir fór til Newcastle í prufu sem gekk vel svo að Ásgeir fékk þar vinnu í maí-júní. Þar var hann í vikunni í undirbúningsvinnu, gisti á farfuglaheimili og kynntist stéttaskiptingu Norður-Bretlands, óskiljanlegum framburði og skringilegum herbergisfélögum. Hann kom svo hingað til Amsterdam nú um helgina og fer til Barcelona í fyrramálið og þaðan til Madrídar á miðvikudag. Ég fer svo til Madrídar á föstudaginn, sé sýninguna aftur og við dveljum þar svo um helgina. Þetta verður fyrsta skipti okkar Ásgeirs í Madríd. Það er því mikið um ferðalög, ekki síst hjá Ásgeiri. Það hefur verið frábært að vera hér í Amsterdam saman um helgina. Veðrið hefur verið gott, sólskin og 4-13 stiga hiti eftir tíma dags.
Það var mikið annríki í vinnunni þessa vikuna og ég þurfti að vinna öll kvöld frameftir. Nokkur áhugaverð sýni sá ég, m.a. juvenile xanthgranuloma, pilmatricoma, molluscum contagiosum, rudimentary polydactyly, small cell þvagblöðruæxli, Warthin´s tumor, Pott´s disease, anemia perniciosa, smágirniscarcinoid og svo helling af venjulegri sýnum. Fyrir utan úrskurð sem tók til um helmings af vinnutímanum fékk ég um 70 sýni til smásjárskoðunar, sem sagt nóg að gera.
Það var mikið annríki í vinnunni þessa vikuna og ég þurfti að vinna öll kvöld frameftir. Nokkur áhugaverð sýni sá ég, m.a. juvenile xanthgranuloma, pilmatricoma, molluscum contagiosum, rudimentary polydactyly, small cell þvagblöðruæxli, Warthin´s tumor, Pott´s disease, anemia perniciosa, smágirniscarcinoid og svo helling af venjulegri sýnum. Fyrir utan úrskurð sem tók til um helmings af vinnutímanum fékk ég um 70 sýni til smásjárskoðunar, sem sagt nóg að gera.
Tuesday, April 1, 2008
Vinnudagur.
Í kvöld var enn eitt sérkvöldið. Í síðastliðinni viku var meinafræðikvöld, svokallaður svartur kassi þar sem meinfræðideildir á Amsterdamsvæðinu hittast og fara yfir erfið tilfelli sem lögð eru fyrir skarann. Þá fáum við fyrirfram kassa með um 15 tilfellum og eigum að finna út hvað er á ferðinni en sá sem sendi inn tilfellið kynnir og gefur síðan rétt svar og fræðslu í leiðinni. Frekar sniðugt. Í kvöld var svo lifrarkvöld en þau eru haldin á um 2-3 mánaða fresti þar sem farið er yfir áhugaverð lifrartilfelli af Amsterdamsvæðinu. Þau kvöld eru blanda af klíník, röntgen og meinafræði. Það er sem sagt lítið að frétta nema bara hitt og þetta í vinnunni. Fyrir áhugasama hef ég augum litið í dag MPNST, aspergilloma, fibrinopurulent pleuropericarditis, pneumonitis, cystic media necrosis og svo framvegis.
Stuðið heldur áfram í krufningasalnum. Til að geta deilt þessu með ykkur varði ég dágóðum tíma á netinu við að finna út hvað þessi lög heita sem óma um salina, hér er það sem ég fann:
http://www.youtube.com/watch?v=1XZ7gi1VRwU&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=IN5EkH3lATY&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=FS2Z_4ZfkyE
Kveðja, Pétur.
Stuðið heldur áfram í krufningasalnum. Til að geta deilt þessu með ykkur varði ég dágóðum tíma á netinu við að finna út hvað þessi lög heita sem óma um salina, hér er það sem ég fann:
http://www.youtube.com/watch?v=1XZ7gi1VRwU&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=IN5EkH3lATY&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=FS2Z_4ZfkyE
Kveðja, Pétur.
Subscribe to:
Posts (Atom)