Við erum komnir í mikið jólaskap. Ásgeir skipulagði "jólaföndur og dúllerí" og hingað komu ýmsir gestir í dag, drukku heitt súkkulaði, borðuðu hollenskt jólabakkelsi og föndruðu. Gömul handtök voru rifjuð upp, músastigar, jólahjörtu og ýmsilegt fleira. Íslensk jólatónlist hefur ómað allan daginn.
Svo fór ég á píanótónleika í kvöld í Het Concertgbouw að hlusta á Evgeny Kissin, rússneskan píanista. Það er gaman að fara í þetta stóra tónleikahús. Það er frá 19 öld, er skrautlegt en stílhreint. Úr loftunum hanga kristalsljósakrónur, teppin eru rauð og flúr á veggjum. Á veggjunum fyrir utan salinn hanga málverk af listamönnum og inni í salnum má lesa nöfn gömlu tónskáldanna á veggjunum. Kissin spilaði verk eftir Prokofief og Chopin. Fólk átti erfitt með að halda aftur að sér að klappa ekki á milli einstakra Chopin-etýða. Í lokin var hann klappaður margoft upp. Eins og endra nær eftir tónleika segi ég nú við sjálfan mig að ég verði að fara oftar á tónleika. Svo langar mig til að spila sjálfur, hef nú ekki spilað á píanó lengi. Reyni að kippa því í liðinn sem fyrst.
Kveðja, Pétur.
Sunday, November 30, 2008
Saturday, November 29, 2008
Matarmiðar á LSH og klósettin í lestunum
Ég var að taka til í veskinu í vikunni. Það kom mér verulega á óvart að finna þar 10 matarmiða af Landsanum, meira en ári eftir að ég flutti hingað til Hollands. Ég held að ég skelli mér bara í hádegismat á LSH þegar ég kem heim til Íslands nú um jólin.
Svo er annað merkilegt sem ég komst að nýlega. Ég var staddur á aðallestarstöðinni þegar ég sá vatngusu koma neðan úr einni lestinni niður á teinana. Mig grunaði strax hvað væri í gangi og staðfesti kenningu mína í næstu lestarferð. Klósettúrgangurinn fer beint niður á lestarteinana! Þá kom upp úr dúrnum að mælst er til þess að maður noti ekki lestarklósettin þegar lestin er stopp á lestarstöðvunum. Síðan þá hef ég séð leyfar af hægðum á teinunum inni á miðri lestarstöð. Samt er engin lykt.
Við vorum að fá nýtt sjónvarp og ný hljómflutningstæki. Leigusalinn okkar kom með þetta í dag, honum fannst þau tæki sem hér voru orðin of gömul. Þetta eru rosalega fín tæki.
Við héldum upp á þakkargjörðardaginn síðastliðinn fimmtudag og hittum vini okkar hér í Amsterdam og borðuðum kalkún. Þetta voru um 20 manns, allt útlendingar hér í Hollandi, sem hittust að frumkvæði Ali sem kemur frá Bandaríkjunum. Við Ásgeir komum með sætar kartöflur. Maturinn var frábær.
Kveðja, Pétur.
Svo er annað merkilegt sem ég komst að nýlega. Ég var staddur á aðallestarstöðinni þegar ég sá vatngusu koma neðan úr einni lestinni niður á teinana. Mig grunaði strax hvað væri í gangi og staðfesti kenningu mína í næstu lestarferð. Klósettúrgangurinn fer beint niður á lestarteinana! Þá kom upp úr dúrnum að mælst er til þess að maður noti ekki lestarklósettin þegar lestin er stopp á lestarstöðvunum. Síðan þá hef ég séð leyfar af hægðum á teinunum inni á miðri lestarstöð. Samt er engin lykt.
Við vorum að fá nýtt sjónvarp og ný hljómflutningstæki. Leigusalinn okkar kom með þetta í dag, honum fannst þau tæki sem hér voru orðin of gömul. Þetta eru rosalega fín tæki.
Við héldum upp á þakkargjörðardaginn síðastliðinn fimmtudag og hittum vini okkar hér í Amsterdam og borðuðum kalkún. Þetta voru um 20 manns, allt útlendingar hér í Hollandi, sem hittust að frumkvæði Ali sem kemur frá Bandaríkjunum. Við Ásgeir komum með sætar kartöflur. Maturinn var frábær.
Kveðja, Pétur.
Sunday, November 23, 2008
Sigurrósartónleikar og fleira
Við Ásgeir fórum á Sigurrósartónleika hér í Amsterdam í síðastliðinni viku. Það var húsfyllir í stórum tónleikasal og löngu uppselt. Tónleikarnir voru mjög góðir. Ég hef þrívegis áður séð Sigurrós á tónleikum en ætli þessir hafi ekki verið bestir. Það var reyndar eitthvert hljóðvandamál í byrjun, hollenski hljóðmaðurinn gerði einhverja vitleysu og Jónsi ýjaði stuttlega að því á íslensku í hátalarann - en auðvitað skildi hljóðmaðurinn ekki hvað hann var að segja.
Ásgeir skrapp í dag til Brussel til að fara á nokkurra daga dansnámskeið og hitta vini sem þar búa. Brussel er mikil mekka í nútímadansi og reyndar stutt og ódýrt að fara þangað með lest. Ég er því einn hér heima - í hálfgerðum kulda því að íbúðin okkar er gömul og illa einangruð, ofninn er samt á fullu. Hér er einfalt gler og kalt loft kemst milli lista.
Ég hef fylgst frekar hissa með fréttum af mótmælum fyir utan lögreglustöðina. Það fólk sem ég hef heyrt í finnst mótmælin gegn handtökunni hafa gengið of langt.
Í gær fór ég á námskeið í meinafræði lungnasjúkdóma, nánar tiltekið svokallaðra interstitial lungnasjúkdóma, sem eru frekar óalgengir. Þetta var fínn kúrs, skipulagður fyrir unglækna í meinafræði. Svo fórum við Ásgeir um kvöldið í mat til Önnu Þóru og kærasta hennar James.
Annars er ekki fleira í fréttum. Ný vinnuvika hefst á morgun.
Kveðja, Pétur.
Ásgeir skrapp í dag til Brussel til að fara á nokkurra daga dansnámskeið og hitta vini sem þar búa. Brussel er mikil mekka í nútímadansi og reyndar stutt og ódýrt að fara þangað með lest. Ég er því einn hér heima - í hálfgerðum kulda því að íbúðin okkar er gömul og illa einangruð, ofninn er samt á fullu. Hér er einfalt gler og kalt loft kemst milli lista.
Ég hef fylgst frekar hissa með fréttum af mótmælum fyir utan lögreglustöðina. Það fólk sem ég hef heyrt í finnst mótmælin gegn handtökunni hafa gengið of langt.
Í gær fór ég á námskeið í meinafræði lungnasjúkdóma, nánar tiltekið svokallaðra interstitial lungnasjúkdóma, sem eru frekar óalgengir. Þetta var fínn kúrs, skipulagður fyrir unglækna í meinafræði. Svo fórum við Ásgeir um kvöldið í mat til Önnu Þóru og kærasta hennar James.
Annars er ekki fleira í fréttum. Ný vinnuvika hefst á morgun.
Kveðja, Pétur.
Sunday, November 16, 2008
Danssýningar hjá Ásgeiri
Í gærkvöldi fór ég á eina nokkurra sýninga hér í Amsterdam á verkinu Sloth sem Ásgeir dansar í. Danshópurinn varð fyrir því bakslagi að einn dansaranna sneri sig illa á ökkla og því var nýr dansari kallaður til með 2 daga fyrirvara. Þrátt fyrir þetta hafa sýningarnar gengið vel og það var gaman að sjá hvernig verkið hafði þroskast frá frumsýningu. Hér gistu hjá okkur í nokkrar nætur 2 stelpur úr danshópnum, þær Katja og Estelle. Í gærmorgun og í morgun var því mannmargt við morgunverðarborðið, gerðar vöfflur og hrærð egg.
Af vinunni er það að frétta að þar hefa verið ósættir milli meinafræðinganna og yfirmannsins og það hafa verið ítrekaðir fundir á vinnutíma. Ég veit ekki hvað þetta snýst um en það virðist engin lausn í sjónmáli. Það þykir mér miður því að þetta truflar vinnuna. Sá meinafræðingur sem ég átti að vinna með síðastliðinn fimmtudag hafði t.d. engan tíma þann daginn til að skoða með mér það sem skoða skyldi og var því vinnan næsta dag helmingi meiri fyrir vikið. Áhugaverðasta sýnið í vikunni var hóstarkirstilsæxli (thymoma). Annað var vanalegt.
Nú er indónesíski vinur okkar, Herbert, farinn til síns heimalands eftir að hafa gefist upp á að fá atvinnuleyfi hér. Það þykir okkur leitt því að við þekkjum ekki svo marga hér. Annars var gaman í gær því að á sýningu gærkvöldsins komu margir Íslendingar. Ætli maður þurfi að halla sér meira að Íslendingunum hér í borg?
Ég fékk frest hjá skattinum vegna skattskýrslu fyrir 2007 og sendi allt draslið til endurskoðanda sem ætlar að sjá um málið. Er miklu fargi þar með af mér létt.
Kveðja, Pétur.
Af vinunni er það að frétta að þar hefa verið ósættir milli meinafræðinganna og yfirmannsins og það hafa verið ítrekaðir fundir á vinnutíma. Ég veit ekki hvað þetta snýst um en það virðist engin lausn í sjónmáli. Það þykir mér miður því að þetta truflar vinnuna. Sá meinafræðingur sem ég átti að vinna með síðastliðinn fimmtudag hafði t.d. engan tíma þann daginn til að skoða með mér það sem skoða skyldi og var því vinnan næsta dag helmingi meiri fyrir vikið. Áhugaverðasta sýnið í vikunni var hóstarkirstilsæxli (thymoma). Annað var vanalegt.
Nú er indónesíski vinur okkar, Herbert, farinn til síns heimalands eftir að hafa gefist upp á að fá atvinnuleyfi hér. Það þykir okkur leitt því að við þekkjum ekki svo marga hér. Annars var gaman í gær því að á sýningu gærkvöldsins komu margir Íslendingar. Ætli maður þurfi að halla sér meira að Íslendingunum hér í borg?
Ég fékk frest hjá skattinum vegna skattskýrslu fyrir 2007 og sendi allt draslið til endurskoðanda sem ætlar að sjá um málið. Er miklu fargi þar með af mér létt.
Kveðja, Pétur.
Friday, November 7, 2008
Ný símanúmer
Elsku ættingjar og vinir, nær og fjær.
Hér í Amsturdammi þarf maður líka að spara og þess vegna höfum við ákveðið að skipta um símafyrirtæki. Núna erum við í bissness við LycaMobile. Lyca er voða gott fyrir þá sem þurfa að hringja löng kreppu- og bankatengd símtöl til Íslands. Svo hringjum við frítt hvor í annan.
Nýju númerin okkar eru:
Ásgeir - 00 31 6 3420 5589
Pétur - 00 31 6 3420 5598
Kveðja, Ásgeir.
Hér í Amsturdammi þarf maður líka að spara og þess vegna höfum við ákveðið að skipta um símafyrirtæki. Núna erum við í bissness við LycaMobile. Lyca er voða gott fyrir þá sem þurfa að hringja löng kreppu- og bankatengd símtöl til Íslands. Svo hringjum við frítt hvor í annan.
Nýju númerin okkar eru:
Ásgeir - 00 31 6 3420 5589
Pétur - 00 31 6 3420 5598
Kveðja, Ásgeir.
Thursday, November 6, 2008
Hollensk fórnarlömb íslensku kreppunnar
Það er lítið fjallað um ástandið á Íslandi í hollenskum fjölmiðlum þessa dagana. Einstöku greinar hafa þó birst um Icesave-málið. Þeir sem áttu pening á Icesave-reikningunum fá allt að 100.000 evrur greiddar (þar af 20.000 evrur frá Íslandi). Þeir einstaklingar sem áttu meira en 100.000 evrur voru um það bil 470 talsins. Þeir hafa stofnað félag og ætla að senda fulltrúa sinn til Íslands til að huga að þessum málum. Í gær birtist í Metró (eins konar Fréttablað) viðtal við 52 árs gamlan hjúkrunarfræðing sem átti meira en 100.000 evrur á Icesave-reikningi og lagði peninginn þar inn síðastliðið sumar. Hún er barnslaus og hafði á löngum tíma náð að nurla saman fé með því að starfa sem hjúkrunarfræðingur, taka að sér yfirvinnu og spara. Þetta var eins konar eftirlaunasjóður sem hún ætlaði að nota til að geta hætt fyrr að vinna, eiga náðugt ævikvöld og til að eiga fyrir umönnun á efri árum. Í októberbyrjun var fótunum kippt undan henni og sagðist hún aldrei hafa grátið jafnmikið og síðastliðinn mánuð. Allt í einu átti hún ekkert nema tæpar 100 evrur til að hafa í sig og á, restin var á Icesave-reikningnum. Tilfinningin væri eins og stolið hefði verið af henni og skilningur fólks á þessu væri lítill.
Aðrar sögur af Icesave-fórnarlömbum hafa einnig birst en ég ætla ekki að tíunda þær. Hvað varð eiginlega um allan þennan pening sem fór inn á Icesave-reikningana?
Annars er það að frétta að ég fékk frest til að skila inn skattskýrslunni. Annars hef ég illan bifur á hollenska skattinum. Reglurnar hér eru öðruvísi en á Íslandi. Þeir skatta t.d. líka höfuðstólinn, ekki bara vextina. Skattleysismörk eru 20.000 evrur. Þannig má búa til dæmi um einhvern sem á 100.000 evrur á vaxtalausum gíróreikningi. Þar minnkar féð árlega með skattheimtu ríkisins. Ríkið gerir ráð fyrir því að hver og einn hafi vit á því að geyma fé þannig að ávöxtun fáist.
Ég hef séð nokkur áhugaverð tilfelli á síðustu vikum í vinnunni: glomangioma, synovial chondromatosis, neuroendocrine carcinoma í smágirni, canalicular adenoma í munnvatnskirtli, extramammary Pagets disease á handarbaki, pigmented villonodular synoviitis, Spitz naevus, lentigo maligna, xanthogranulomatous pyelonephritis og pyonephrosis og aneurysma á kransæð.
Kveðja, Pétur.
Aðrar sögur af Icesave-fórnarlömbum hafa einnig birst en ég ætla ekki að tíunda þær. Hvað varð eiginlega um allan þennan pening sem fór inn á Icesave-reikningana?
Annars er það að frétta að ég fékk frest til að skila inn skattskýrslunni. Annars hef ég illan bifur á hollenska skattinum. Reglurnar hér eru öðruvísi en á Íslandi. Þeir skatta t.d. líka höfuðstólinn, ekki bara vextina. Skattleysismörk eru 20.000 evrur. Þannig má búa til dæmi um einhvern sem á 100.000 evrur á vaxtalausum gíróreikningi. Þar minnkar féð árlega með skattheimtu ríkisins. Ríkið gerir ráð fyrir því að hver og einn hafi vit á því að geyma fé þannig að ávöxtun fáist.
Ég hef séð nokkur áhugaverð tilfelli á síðustu vikum í vinnunni: glomangioma, synovial chondromatosis, neuroendocrine carcinoma í smágirni, canalicular adenoma í munnvatnskirtli, extramammary Pagets disease á handarbaki, pigmented villonodular synoviitis, Spitz naevus, lentigo maligna, xanthogranulomatous pyelonephritis og pyonephrosis og aneurysma á kransæð.
Kveðja, Pétur.
Monday, November 3, 2008
Datt og missti af lestinni
Í morgun var ég tæpur á tíma og þegar ég var kominn upp á adallestarstöd hafdi ég 2-3 mínútur til ad komast í lestina, sem ég vissi ad væri hægt. Ég yrdi adeins ad vera fljótur. Ég hélt á tveimur plastpokum med möppum og pappír sem ég þurfti ad fara med í vinnuna. Ég hljóp eins og fætur togudu, inn gangana, fram hjá fólkinu, upp tröppurnar thar sem sé ég glitta í lestina og ... Í efsta þrepinu skreikadi mér einhvern veginn fótur og ég datt á hlaupunum. Ég hlammadist fram fyrir mig nidur á brautarpallinn, annar pokinn rifnadi og pappír dreifdist um stéttina. Í ofbodi reyni ég ad taka saman pappírinn og næ því mjög fljótlega en í þann mund heyrist flaut og dyrnar á lestinni lokast. Thetta var eiginlega eins og í bíómynd. Ég missti af lestinni.
Sunday, November 2, 2008
Frumsýning og slóttugir leigubílstjórar
Ýmislegt hefur verið á döfinni hjá okkur Ásgeiri. Það er helst að frétta að Katrín, dansnemi, var í heimsókn frá Salzburg og loks var verkið sem Ásgeir dansar í frumflutt. Frumsýningin fór fram í den Haag, fyrsta af 20 sýningum, og tókst mjög vel. Verkið heitir Sloth (leti) og nefnist svo eftir einni höfuðsyndanna sjö. Hver dansari hefur vissan karakter, t.d. er Ásgeir maður sem er ávallt með háleitar hugmyndir og yfirlýsingar en síðan gerist aldrei neitt. Áður hefur sami danshöfundur samið verk í þessari seríu, m.a. Matgræðgi.
Eftir sýninguna komum við seint með lestinni til Amsterdam frá den Haag og metró var hættur að ganga. Þá var fátt annað í stöðunni í kuldanum en að taka leigubíl. Það er nokkuð sem mér er meinilla við því að leigubílstjórar í Amsterdam, aðallega þeir sem bíða á aðallestarstöðinni, eru þekktir fyrir að svindla á ferðalöngum. Við settumst inn í leigubíl og sögðum hvert við vildum fara. Hann neitaði að setja mælinn af stað og vildi bara ákveðið gjald, þ.e. 8 evrum meira en eðlilegt taldist. Svo sagði hann að við gætum bara farið út og reynt að finna ódýrari leigubíl. En það er vonlaust því að bílstjórarnir á aðallestarstöðinni standa saman eins og dæmi hafa sannað. Á endanum tókum við fjárans leigubílinn á verði sem var tæpum 6 evrum of hátt. Það er athyglisvert að leigubílstjórarnir á aðallestarstöðinni virðast allir aðfluttir frá sama landinu í Afríku. Þetta er óþolandi ástand og maður skilur ekki af hverju ekkert er gert í þessu. Aldrei tek ég aftur leigbíl þarna.
Svo kom Herbert í mat í kvöld. Hann er einn fárra vina okkar hér í Amsterdam og kemur frá Indónesíu. Hann hefur búið hér í rúmt ár og ég kynntist honum á hollenskunámskeiðinu í september í fyrra. Hann notaði allan síðastliðinn vetur til að læra hollensku og hefur allt þetta ár reynt að fá vinnu á sínu sviði, þ.e.a.s. einhvað lögfræðitengt (t.d. svokallaður aðstoðarmaður lögfræðings, paralegal). ESB-löggjöfin er hins vegar stíf þannig að ef enginn vill ráða hann á vissum lágmarkslaunum þá fær hann ekki að setjast að. Og nú er staðan orðin sú að hann verður að flytja aftur til Indónesíu.
Kveðja, Pétur.
Eftir sýninguna komum við seint með lestinni til Amsterdam frá den Haag og metró var hættur að ganga. Þá var fátt annað í stöðunni í kuldanum en að taka leigubíl. Það er nokkuð sem mér er meinilla við því að leigubílstjórar í Amsterdam, aðallega þeir sem bíða á aðallestarstöðinni, eru þekktir fyrir að svindla á ferðalöngum. Við settumst inn í leigubíl og sögðum hvert við vildum fara. Hann neitaði að setja mælinn af stað og vildi bara ákveðið gjald, þ.e. 8 evrum meira en eðlilegt taldist. Svo sagði hann að við gætum bara farið út og reynt að finna ódýrari leigubíl. En það er vonlaust því að bílstjórarnir á aðallestarstöðinni standa saman eins og dæmi hafa sannað. Á endanum tókum við fjárans leigubílinn á verði sem var tæpum 6 evrum of hátt. Það er athyglisvert að leigubílstjórarnir á aðallestarstöðinni virðast allir aðfluttir frá sama landinu í Afríku. Þetta er óþolandi ástand og maður skilur ekki af hverju ekkert er gert í þessu. Aldrei tek ég aftur leigbíl þarna.
Svo kom Herbert í mat í kvöld. Hann er einn fárra vina okkar hér í Amsterdam og kemur frá Indónesíu. Hann hefur búið hér í rúmt ár og ég kynntist honum á hollenskunámskeiðinu í september í fyrra. Hann notaði allan síðastliðinn vetur til að læra hollensku og hefur allt þetta ár reynt að fá vinnu á sínu sviði, þ.e.a.s. einhvað lögfræðitengt (t.d. svokallaður aðstoðarmaður lögfræðings, paralegal). ESB-löggjöfin er hins vegar stíf þannig að ef enginn vill ráða hann á vissum lágmarkslaunum þá fær hann ekki að setjast að. Og nú er staðan orðin sú að hann verður að flytja aftur til Indónesíu.
Kveðja, Pétur.
Subscribe to:
Posts (Atom)