Sunday, June 28, 2009
Ásgeir átti afmæli
Þetta hefur verið ein allsherjar afmælishelgi. Ásgeir átti afmæli á föstudag og ég var búinn að fá frí í vinnunni. Ferðinni var heitið til Zandfoort sem er strandbær hér í Hollandi. Þetta var óvissuferð en Ásgeir komst að því hvert við værum að fara þegar við komum á aðallestarstöðina. Við byrjuðum á því að fara í stóra sundlaug með rennibrautum, öldulaug og fleiru. Svo fórum við niður á strönd og busluðum í Atlantshafinu, sem var ekki nærri því jafnkalt og við bjuggumst við. Við skrifuðum í sandinn og sólbrunnum pínulítið. Þá héldum við aftur í bæinn og fórum í Vondelpark með hvítvín og Sushi sem við borðuðum með nokkrum vinum. Flúðum síðan undan úrhellisrigningu seint um kvöldið, fyrst undir næsta tré en síðan inn á veitingastað í garðinum þar sem við sátum þar til slotaði.
Á annan í afmæli fórum við til Alkmaar. Þar var miðaldahátíð og stór ostamarkaður. Búið var að dubba hluta miðbæjarins upp í miðaldastemmningu. Fjöldi fólks úr bænum var í búningum og þemað var drungaleg með holdsveiku fólki, plágu-jarðaför, kroppinbökum og vændiskonum. Ásgeir vildi komast þaðan út eftir 5 mínútur þar sem honum fannst þetta hræðilega leiðinlegt. Ýmsar spurningar vöknuðu, s.s.: Var svona mikill hávaði og áreiti á miðöldum? Voru götur svona troðnar af fólki? Gekk fólk um með hrossabresti? Eftir að hafa komið okkur út úr miðaldabrjálæðinu fórum við á bæjartorgið og smökkuðum allar tegundir af ostum og keyptum loks nokkra ljúffenga osta auk afmælisgjafar handa Ben, Frakka sem við þekkjum, en förinni var nefnilega haldið í afmælisveisluna hans um kvöldið. Við mættum fyrir utan Önnu Frank safnið klukkan átta og þar fór hópur fólks, afmælisgestir, um borð í veislubát sem siglt var um sýki Amstedam næstu tvo tímana. Boðið var upp á vín og veitingar. Því næst fórum við á galleríopnun á heimili einhverrar Wöndu, sem einn afmælisgesta þekkti. Þar var boðið upp á afganskan mat sem var ljúffengur. Því næstu fórum við á listaverkasýningu í antikraak-húsnæði sunnarlega í borginni. Antikraak er andheitið við hústöku en þá býr einhver í húsnæði sem ekki gengur að selja og gætir þess, þó aðallega þess að hústökufólk taki húsnæðið. Við héldum svo heim á leið, dauðþreyttir eftir daginn.
Nú er bara rólegur sunnudagur. Það hefur verið mjög hlýtt um helgina. Maður getur farið um á stuttermabol og stuttbuxum þó að komin sé nótt. Við sitjum nú hér og höfum opið út á svalir í hitanum. Ættum kannski að taka fram viftuna.
Sunday, June 21, 2009
Amsterdam, Ísland, NY, Amsterdam.
Hvar á maður að byrja eftir 4 mánaða hlé á bloggi?
Í stuttu máli fór ég til Íslands 23. maí. Það var tími til kominn að hitta Ásgeir! Á Íslandi:
-sá lokasýningu á verkinu Deadheads lament sem Ásgeir dansaði í ásamt bekkjarfélögum sínum.
-útskrift Ásgeirs í Borgarleikhúsinu og útskriftarpartí um kvöldið.
-brúðkaup Bjarka, bróður Ásgeirs, og Helgu.
-Bláa lónið.
-gönguferð upp að Glym á afmælisdaginn, sund í nýju sundlauginni í Mosfellssveit, kvöldmatur hjá mömmu og pabba og svo bíó.
-matur hjá Önnu og Óskari.
-viðkoma í meinafræðinni, að sjálfsögðu.
-hitti vini.
-fór á danssýninguna humanimal með Gulla og Andrési, og Ásgeiri auðvitað.
-góður matur og gestrisni í Álfabergi.
-borðaði langvíuegg.
Flugum frá Íslandi til NY 1. júní. NY:
-gistum á hóteli á Manhattan, fínt hótel sem við mælum með (Marcel at Gramercy).
-söngleikurinn Avenue Q.
-uppistand.
-danssýningin Fuerza Bruta.
-Empire State Building.
-rauðvín í Central Park.
-hittum oft vin okkar Ben Strothman sem býr í NY, frábær leiðsögumaður.
-hittum dansarann Will, vin Ásgeirs, í Brooklyn þar sem hann býr.
-Ellen´s diner með þjónum sem syngja Broadway lög.
-píanóbarinn Don´t Tell Mama.
-risakrabbi á sjávarréttastaðnum City Crab.
-Ásgeir sá í bakið á einhverjum frægum, ég engan.
-gengum út um allt; fjármálahverfið með Wall Street, Twin Tower staðurinn, Kínahverfið, Litla Ítalía, Greenwich Village, alls kyns breiðstræti, Broadway, Times Square, glæsiverslunarhús, Chelsea, Soho, risastórar byggingar, margt fólk, umferðargnýr og fleira og fleira.
-lærðum að gefa þjórfé.
-notuðum metró New York borgar og tókum taxa.
-Museum of Modern Art.
-Djamm
Frábær ferð. Flugum heim 8. júní, lentum í Dusseldorf og tókum lest til Amsterdam.
Síðan við komum heim: rólegheit, vinna, bíó í gær (Sunshine Cleaning), danssýning í Vondelpark, ný blóm á frönsku svölunum, kókosbrauð a la Ásgeir, gott veður og fleira. Fórum í gær á safn, Museum van Loon, sem er safn hér í Amsterdam er sýnir hýbíli mjög ríkrar fjölskyldu er stofnaði meðal annars Hollenska Austur-Indíafélagið sem hafði m.a. einkaleyfi á verslun í Asíu og þrælasölu.
Kv. Pétur.
Í stuttu máli fór ég til Íslands 23. maí. Það var tími til kominn að hitta Ásgeir! Á Íslandi:
-sá lokasýningu á verkinu Deadheads lament sem Ásgeir dansaði í ásamt bekkjarfélögum sínum.
-útskrift Ásgeirs í Borgarleikhúsinu og útskriftarpartí um kvöldið.
-brúðkaup Bjarka, bróður Ásgeirs, og Helgu.
-Bláa lónið.
-gönguferð upp að Glym á afmælisdaginn, sund í nýju sundlauginni í Mosfellssveit, kvöldmatur hjá mömmu og pabba og svo bíó.
-matur hjá Önnu og Óskari.
-viðkoma í meinafræðinni, að sjálfsögðu.
-hitti vini.
-fór á danssýninguna humanimal með Gulla og Andrési, og Ásgeiri auðvitað.
-góður matur og gestrisni í Álfabergi.
-borðaði langvíuegg.
Flugum frá Íslandi til NY 1. júní. NY:
-gistum á hóteli á Manhattan, fínt hótel sem við mælum með (Marcel at Gramercy).
-söngleikurinn Avenue Q.
-uppistand.
-danssýningin Fuerza Bruta.
-Empire State Building.
-rauðvín í Central Park.
-hittum oft vin okkar Ben Strothman sem býr í NY, frábær leiðsögumaður.
-hittum dansarann Will, vin Ásgeirs, í Brooklyn þar sem hann býr.
-Ellen´s diner með þjónum sem syngja Broadway lög.
-píanóbarinn Don´t Tell Mama.
-risakrabbi á sjávarréttastaðnum City Crab.
-Ásgeir sá í bakið á einhverjum frægum, ég engan.
-gengum út um allt; fjármálahverfið með Wall Street, Twin Tower staðurinn, Kínahverfið, Litla Ítalía, Greenwich Village, alls kyns breiðstræti, Broadway, Times Square, glæsiverslunarhús, Chelsea, Soho, risastórar byggingar, margt fólk, umferðargnýr og fleira og fleira.
-lærðum að gefa þjórfé.
-notuðum metró New York borgar og tókum taxa.
-Museum of Modern Art.
-Djamm
Frábær ferð. Flugum heim 8. júní, lentum í Dusseldorf og tókum lest til Amsterdam.
Síðan við komum heim: rólegheit, vinna, bíó í gær (Sunshine Cleaning), danssýning í Vondelpark, ný blóm á frönsku svölunum, kókosbrauð a la Ásgeir, gott veður og fleira. Fórum í gær á safn, Museum van Loon, sem er safn hér í Amsterdam er sýnir hýbíli mjög ríkrar fjölskyldu er stofnaði meðal annars Hollenska Austur-Indíafélagið sem hafði m.a. einkaleyfi á verslun í Asíu og þrælasölu.
Kv. Pétur.
Subscribe to:
Posts (Atom)