Þessi mánuður hefur verið mikill ferðamánuður. Í vinnunni sagði einhver í gríni að ég kæmi stundum til Hollands til að vinna aðeins. Ég er sem sagt búinn að fara til London, Stokkhólms og Graz, allt á 2-3 vikum. Ég fór í helgarferð til London til að hitta Jakob og Garðar bróður, gisti hjá Jakobi. Svo fór ég til Stokkhólms til að heimsækja Þorgeiri, Helgu, Árna og Steinunni. Þar gisti ég hjá Þorgeiri og Helgu. Ég hef komið oft til beggja staða þannig að ég hafði enga þörf fyrir að fara um allt eins og ferðamaður og gat notið þess að vera með öllum vinunum. Svo fór ég til Graz í Austurríki. Þar var ég í nokkra daga á kúrsi í brjóstameinafræði, frábært námskeið þar sem ég lærði mikið. Graz er líka skemmtilegur bær - get alveg mælt með því að fólk fari þangað. Ekki eru fyrirhugaðar ferðir á næstunni en reyndar fáum við heimsóknir, næstu helgi verða hér 2 vinkonur Ásgeirs sem koma til Amsterdam til að fara í prufu, svo koma Friðrik og Helga helgina þar á eftir og loks kemur Sjonni í lok mánaðarins.
Ásgeir var þennan mánuðinn 10 daga í burtu í Berlín. Þar tók hann þátt í verkefninu Bodies in Urban spaces. Í september fer Ásgeir á 2 kúrsa; einn í London og annan í Gautaborg auk þess sem fyrir liggja 2-3 prufur.
Sunday, August 30, 2009
Sunday, August 9, 2009
Kanó í Amsterdamse bos
Við Ásgeir hjóluðum til útjaðars Amsturdamms í gær. Ferðinni var heitið til Amsterdamse bos (=skógur) þar sem við leigðum tvo einmenningskanóa. Skógurinn er langt undir sjávarmáli og um allan skóg liggur net af sýkjum. Svo rerum við eftir sýkjunum í frábæru veðri. Á leiðinni heim stoppuðum við á gamla ólympíuleikvanginum í Amsterdam (munið þið ekki eftir ólympíuleikunum í Amsterdam 1928?) þar sem fór fram Hið opna frjálsíþróttamót Amsturdamms. Héldum svo heim, borðuðum indónesískan mat og tókum Will og Grace maraþon, horfðum á svona 5 fimm þætti. Skoðuðum líka íslensku gleðigönguna á netinu sem virtist vera mjög skemmtileg.
Annars höfum við gert ýmislegt skemmtilegt okkur til dundurs. Ásgeir fór á ströndina á fimmtudag og síðustu helgi var auðvitað gleðiganga (gleðisigling!) hér í Amsterdam. Þá var mikið um dýrðir. Við fórum í frábært partí.
Sunnudeginum verður varið í þrif, frágang, matarinnkaup og þvott. Ásgeir heldur til Berlínar á fimmtudag til vinnu og verður þar í tæpar tvær vikur. Á meðan skrepp ég í tvær helgarferðir, fyrst til London og svo til Stokkhólms.
Um daginn gerðist atburður hér í Amsterdam sem staðfesti þá skoðun mína að maður eigi helst ekki að taka leigubíl á aðallestarstöðinni eða Leidseplein (lesist Lækjartorg). Það sem gerðist var að farþegi ætlaði að taka leigubíl á Leidseplein og leigubílstjórinn fór fram á 50 evrur fyrir ferðina (sem er auðvitað rugl innanbæjar því að startgjaldið er 7,5 evrur og ekkert bætist ofan á það fyrstu 2 kílómetrana). Leigubílstjórarnir eru oft einhverjir gaurar sem eru komnir í bæinn til að græða, ósjaldan einhverjir með glæpaferil að baki. Þeir fóru að rífast og það endaði þannig að farþeginn fór í burtu. Þá kom leigubílstjórinn (sem kunni Tai Kwon do) og sló í manninn í höfuðið að aftan, maðurinn féll niður og reyndist svo vera dauður! Við Ásgeir höfum slæma reynslu af leigubílstjórum hér (sjá eldri færslur!) og reynum í lengstu lög að taka ekki leigubíl.
Síðustu viku voru 5 krufningar, þar af voru tveir einstaklingar milli 40 og 45 ára aldurs sem létust úr kransæðastíflu. Það finnst mér ungt. Annars var mikið að gera - og ég sem hélt að það yrði aðeins rólegra þarna á sumrin.
Annars höfum við gert ýmislegt skemmtilegt okkur til dundurs. Ásgeir fór á ströndina á fimmtudag og síðustu helgi var auðvitað gleðiganga (gleðisigling!) hér í Amsterdam. Þá var mikið um dýrðir. Við fórum í frábært partí.
Sunnudeginum verður varið í þrif, frágang, matarinnkaup og þvott. Ásgeir heldur til Berlínar á fimmtudag til vinnu og verður þar í tæpar tvær vikur. Á meðan skrepp ég í tvær helgarferðir, fyrst til London og svo til Stokkhólms.
Um daginn gerðist atburður hér í Amsterdam sem staðfesti þá skoðun mína að maður eigi helst ekki að taka leigubíl á aðallestarstöðinni eða Leidseplein (lesist Lækjartorg). Það sem gerðist var að farþegi ætlaði að taka leigubíl á Leidseplein og leigubílstjórinn fór fram á 50 evrur fyrir ferðina (sem er auðvitað rugl innanbæjar því að startgjaldið er 7,5 evrur og ekkert bætist ofan á það fyrstu 2 kílómetrana). Leigubílstjórarnir eru oft einhverjir gaurar sem eru komnir í bæinn til að græða, ósjaldan einhverjir með glæpaferil að baki. Þeir fóru að rífast og það endaði þannig að farþeginn fór í burtu. Þá kom leigubílstjórinn (sem kunni Tai Kwon do) og sló í manninn í höfuðið að aftan, maðurinn féll niður og reyndist svo vera dauður! Við Ásgeir höfum slæma reynslu af leigubílstjórum hér (sjá eldri færslur!) og reynum í lengstu lög að taka ekki leigubíl.
Síðustu viku voru 5 krufningar, þar af voru tveir einstaklingar milli 40 og 45 ára aldurs sem létust úr kransæðastíflu. Það finnst mér ungt. Annars var mikið að gera - og ég sem hélt að það yrði aðeins rólegra þarna á sumrin.
Subscribe to:
Posts (Atom)