Sunday, November 29, 2009
Helgarblogg
Enn einni helginni að ljúka. Fór í gær í Body Pump í ræktinni - er allur lurkum laminn í dag, með harðsperrur og stirðleika. Við Ásgeir fengum gesti í mat í gærkvöldi; Renate og Sigrúnu. Renate býr í Rotterdam þar sem hún er í sérnámi í meltingarlæknisfræði og Sigrún er nýflutt hingað og er að læra hollensku áður en hún byrjar að vinna á kvennadeildinni á spítala í Amsterdam. Við Ásgeir fórum líka í bæinn í gær og ég keypti nýja síma og ... píanó! Loksins lét ég verða af því. Þetta var reyndar rafmagnspíanó en samt mjög gott að spila á það, hlakka til að fá það hingað heim næsta föstudag. Í dag fórum við svo niður í bæ á kaffihús og svo á danssýningu. Á morgun ný vinnuvika.
Monday, November 23, 2009
Færri blogg
Hef ekkert bloggað í meira en mánuð. Þetta er einhvern veginn lögmál flestra blogga; smám saman fækkar færslunum. Þetta blogg verður í stikkorðastíl - upptaling á því sem hefur gerst frá því síðast:
*Fór til Den Haag að horfa á kynningu á því verki sem Ásgeir er að æfa og sett verður á svið í febrúar (Danshöfundurinn Gabriela Maiorino).
*Kúrs í ónæmisfræði og bólgu í Groningen.
*Palli Einars kom í helgarheimsókn frá Íslandi.
*Horft á Wil og Grace með Ásgeiri og ýmsar bíómyndir.
*Matarboð hjá Valtý og Eddu í Houten.
*Sigrún Perla flutti til Amsterdam til að fara í sérnám í kvensjúkdóma- og fæðingalæknisfræði.
*Ásgeir dansaði á þremur sýningum ásamt fleirum í verki eftir danshöfundinn Bruno.
*Ferð til Barcelona til að hitta Xavier, afmælisveisla í Pýreneafjöllunum og fjallganga.
Og sennilega eitthvað fleira.
*Fór til Den Haag að horfa á kynningu á því verki sem Ásgeir er að æfa og sett verður á svið í febrúar (Danshöfundurinn Gabriela Maiorino).
*Kúrs í ónæmisfræði og bólgu í Groningen.
*Palli Einars kom í helgarheimsókn frá Íslandi.
*Horft á Wil og Grace með Ásgeiri og ýmsar bíómyndir.
*Matarboð hjá Valtý og Eddu í Houten.
*Sigrún Perla flutti til Amsterdam til að fara í sérnám í kvensjúkdóma- og fæðingalæknisfræði.
*Ásgeir dansaði á þremur sýningum ásamt fleirum í verki eftir danshöfundinn Bruno.
*Ferð til Barcelona til að hitta Xavier, afmælisveisla í Pýreneafjöllunum og fjallganga.
Og sennilega eitthvað fleira.
Subscribe to:
Posts (Atom)