Þá er kominn þriðji í jólum og við erum reynslunni ríkari. Vitum núna að við getum haldið jól og séð um jólamat. Við fengum hvít jól hér í Amsterdam. Ég var á bakvakt en hún var róleg, fékk aðeins tvö símtöl en þurfti ekki að fara niður á spítala. Á Þorláksmessu keyptum við jólatré. Það eina sem var í boði var jólatré í potti. Kallinn á jólatrésölunni sagði að svona væri þetta orðið nú til dags. Tréð kæmi bara í potti í mold. Ég keypti tréð í grennd við spítalann hélt svo á því út á næstu metróstöð (sem var í 20 til 30 mínútna fjarlægð) og var orðinn búinn í handleggjum og öxlum. Þegar heim var komið var fallega grenitrénu okkar umpottað þannig að það stóð lárétt á stofugólfinu. Síðan skreyttum við jólatréð og tókum upp vídeójólakort sem núna er á youtube. Ég losnaði úr vinnu í fyrra fallinu á aðfangadag og komst loksins heim. Við höfðum hamborgarhrygg með brúnuðum kartöflum á aðfangadag, graflax í forrétt og hrísgrjónagraut ("rísalaman") í eftirrétt. Maturinn tókst vel og við opnuðum svo alla pakkana sem voru undir trénu. Reyndar fórum við að taka eftir því á aðfangadag að tréð var ekki líflaust. Litlir maurar birtust af og til, sennilega vöknuðu þeir til lífsins í hitanum. Ég setti upp límbandsvarnargarð. Hann hélt þessum stöku maurum í skefjum en það dugði samt ekki til. Þá var annar ytri límbandsgarður settur upp svo og þykkt sjampó í stóru undirskálina undir blómapottinum. Við rúlluðum upp maurunum með límbandsrúllu til að ná ryki úr fötum. Þegar þetta reyndist ekki virka sem skyldi var stríðinu við maurana tapað. Þeir voru nú ekkert ógurlega margir (náðum kannski 80 maurum) en við nenntum ekki að standa í þessu og losuðum okkur við tréð í gær. Við tókum skrautið af trénu, settum poka utan um rótina og hentum því fram af frönsku svölunum, ofan af þriðju hæð og niður á gangstétt þar sem tréð hlammaðist í stéttina. Vonandi varð maurunum bylt við þetta. Þarna bíður þetta fallega tré en eftir því að vera hirt af ruslakörlum. Þetta er ábyggilega eina tréð á svæðinu sem er strax komið út. Það gerir svo sem ekkert til. Á næsta ári verður keypt gervijólatré (svo vorum við líka með pínulítið ofnæmi fyrir trénu).
Silla og Óli komu í mat á jóladag (hangikjöt auðvitað). Þau komu m.a. með uppstú, vestfirskar flatkökur og eftirrétt. Fyrr um daginn lágum við í leti og lásum. Í gær var afslöppunardagur og í dag kom Marianna (samstarfsfélagi úr vinnunni) í hádegismat ásamt manni sínum og systur. Við höfum spilað mikið lestarspilið þessi jólin. Mér hefur tekist að vinna Ásgeir einu sinni (af ótal skiptum). Síðan höfum við prufað Heilaspilið sem var í möndlugjöf og annað spil sem Silla og Óli komu með sem heitir Spurt að leikslokum (held ég). Ekki á morgun heldur hinn koma Andrés og Gulli í heimsókn og verða hjá okkur yfir áramótin. Við hlökkum mikið til.
Sunday, December 27, 2009
Monday, December 14, 2009
Smá helgarblogg
Stutt blogg í símskeytastíl - klukkan er orðin allt of margt:
- Píanó komið heim í stofu. Við Ásgeir spilum jólalög fjórhent. Urðum að flytja til húsgögn.
- Ásgeir fór á fullt af danssýningum: í Rotterdam á þriðjudaginn, hér í Amsterdam í dag og Groningen á föstudag. Þar missti hannaf kvöldlestinni til Amsterdam. Gafst þá gott tækifæri til að kíkja út á lífið í Groningen með Ingu og fleira fólki úr dansinum.
- Fórum í bæinn um helgina og keyptum jólagjafir.
- Kristjana, frænka Ásgeirs sem er í námi í Delft, kom í kvöldmat í gær og gisti eina nótt. Ásgeir er orðinn snillingur að búa til Risotto. Við spiluðum lestarspilið (rosalega skemmtilegt spil).
- Will kom í kvöldmat.
- Fórum í kaffi til Sillu og Óla í kvöld. Ætlum öll að kaupa árskort á hollensk söfn.
- Búið að rigna heilmikið hér. Í dag þurrt en kalt.
- Ísland næstu helgi - hlakka til.
- Píanó komið heim í stofu. Við Ásgeir spilum jólalög fjórhent. Urðum að flytja til húsgögn.
- Ásgeir fór á fullt af danssýningum: í Rotterdam á þriðjudaginn, hér í Amsterdam í dag og Groningen á föstudag. Þar missti hannaf kvöldlestinni til Amsterdam. Gafst þá gott tækifæri til að kíkja út á lífið í Groningen með Ingu og fleira fólki úr dansinum.
- Fórum í bæinn um helgina og keyptum jólagjafir.
- Kristjana, frænka Ásgeirs sem er í námi í Delft, kom í kvöldmat í gær og gisti eina nótt. Ásgeir er orðinn snillingur að búa til Risotto. Við spiluðum lestarspilið (rosalega skemmtilegt spil).
- Will kom í kvöldmat.
- Fórum í kaffi til Sillu og Óla í kvöld. Ætlum öll að kaupa árskort á hollensk söfn.
- Búið að rigna heilmikið hér. Í dag þurrt en kalt.
- Ísland næstu helgi - hlakka til.
Subscribe to:
Posts (Atom)