Sunday, July 25, 2010
Jæja
Við Ásgeir höfum verið afslappaðir um helgina. Helder, portúgalskur danskennari kom í mat á föstudaginn. Við fórum í gær í Oosterpark, lágum í sólinni og lásum. Bökuðum svo pítsu. Í dag lestur, smá tiltekt og sitthvað fleira. Innan skamms ferð til Íslands.
Sunday, July 4, 2010
Smá blogg eftir langt hlé
Jæja, ekkert blogg mánuðum saman. Eins og venjulega eftir langt hlé er best að blogga í símskeytastíl:
- Ásgeir var á Akureyri í apríl og maí, setti þar á svið, ásamt Ingu og fleirum, verkið Aftursnúið.
- Mamma og pabbi komu í heimsókn. Við keyrðum m.a. til Maastricht.
- Ég fór til Akureyra í maí og sá frumsýninguna. Lenti í smá veseni út af öskufalli.
- Alanya, Tyrklandi í júní. Frábært ferð; sól, strönd, hiti, sjór, sundlaug, sólbrúnka.
- Á meðan við vorum í Tyrklandi var mamma Ásgeirs í íbúðinni okkar hér í Amsterdam.
- Ásgeir í DelTebre 2 vikur í byrjun júlí.
- Ég er núna að læra taugameinafræði mjög gaman.
- Sól, sumar og hiti í Amsterdam.
- Fótboltastemmning í Hollandi, sem ég fylgist reyndar lítið með.
- Ofnæmi, ofnæmistöflur.
- Kláraði tvær bækur; Blink og Karlar sem hata konur.
- Grillað með Sillu og Óla.
Það er án efa margt sem ég gleymi. En læt þetta duga í bili.
- Ásgeir var á Akureyri í apríl og maí, setti þar á svið, ásamt Ingu og fleirum, verkið Aftursnúið.
- Mamma og pabbi komu í heimsókn. Við keyrðum m.a. til Maastricht.
- Ég fór til Akureyra í maí og sá frumsýninguna. Lenti í smá veseni út af öskufalli.
- Alanya, Tyrklandi í júní. Frábært ferð; sól, strönd, hiti, sjór, sundlaug, sólbrúnka.
- Á meðan við vorum í Tyrklandi var mamma Ásgeirs í íbúðinni okkar hér í Amsterdam.
- Ásgeir í DelTebre 2 vikur í byrjun júlí.
- Ég er núna að læra taugameinafræði mjög gaman.
- Sól, sumar og hiti í Amsterdam.
- Fótboltastemmning í Hollandi, sem ég fylgist reyndar lítið með.
- Ofnæmi, ofnæmistöflur.
- Kláraði tvær bækur; Blink og Karlar sem hata konur.
- Grillað með Sillu og Óla.
Það er án efa margt sem ég gleymi. En læt þetta duga í bili.
Monday, April 12, 2010
Skýrslan
Las samantekt rannsóknarskýrslunnar. Þó að margt hafi legið fyrir kemur margt skýrar fram en áður. Svo margt fór úrskeiðis hjá stjórnvöldum að það er ótrúlegt. Það er líka makalaust hlutverk örlagavaldsins Davíðs Oddssonar.
Það er líkt og stjórnkerfið þurfi að byggjast upp frá grunni.
Það er líkt og stjórnkerfið þurfi að byggjast upp frá grunni.
Sunday, April 11, 2010
Tropenmuseum
Góðri helgi er senn að ljúka. Skrapp ásamt Sillu og Óla á Tropenmuseum í dag. Þar skoðuðum við safngripi frá Suður-Ameríku, afríku og Asíu - margt frá nýlendutíma Hollendinga. Við í safnafélaginu drifum okkur þar sem það er ókeypis inn á söfn þessa helgina. Reyndar stendur til að kaupa árskort á söfn í Hollandi og fara síðan reglulega á sunnudögum. Safnaferðin í dag var eiginlega framhald af bæjarrölti í gærkvöldi þar sem við duttum inn á ótrúlegustu staði, m.a. stórfurðulegan stað þar sem var enginn plötusnúður heldur bara útvarpsstöð höfð á fullu blasti - með auglýsingum inn á milli. Á undan var matur hjá Sillu og Óla, ljúffengar íslenskar pulsur með öllu.
Á fimmtudaginn var hélt ég fyrirlestur um ristilkrabbameinsrannsókn á hollensku meinafræðidögunum. Þetta var góð reynsla en undirbúningurinn var frekar leiðinlegur. Það er ágætt að þetta sé búið.
Svo er Ásgeirs að vænta næstu helgi!!
Á fimmtudaginn var hélt ég fyrirlestur um ristilkrabbameinsrannsókn á hollensku meinafræðidögunum. Þetta var góð reynsla en undirbúningurinn var frekar leiðinlegur. Það er ágætt að þetta sé búið.
Svo er Ásgeirs að vænta næstu helgi!!
Monday, April 5, 2010
Páskar
Garðar var í heimsókn um páskana. Hann kom á föstudag og fór í morgun. Við fórum bæði laugardag og sunnudag út fyrir borgina, til Leiden og Utrecht. Báða dagana var hráslagalegt og blautt en við héldumst þurrir undir regnhlífum. Fórum reglulega inn á kaffihús milli þess sem við skoðuðum þessar gömlu borgir. Í Leiden álpuðust við í Hortus Botanicus, þann elsta í Hollandi, og sáum óteljandi afbrigði af orkedíum á sérstakri orkedíusýningu. Útigarðurinn var hins vegar varla kominn undan vetri. Við skoðuðum líka dómkirkjuna í Utrecht og fórum í frábæran páskamat til Valtýs og Eddu í gær. Sváfum út, skruppum aðeins út á lífið og horfðum á góða bíómynd.
Auk þess er að líða að hollensku meinafræðidögunum þar sem ég þarf að vera með fyrirlestur. Er að vinna í því honum. Hlakka til að vera búinn.
Auk þess er að líða að hollensku meinafræðidögunum þar sem ég þarf að vera með fyrirlestur. Er að vinna í því honum. Hlakka til að vera búinn.
Sunday, March 28, 2010
Sunnudagsblogg
Ég nenni ekki að gera fyrirlestur og á erfitt með að koma mér að verki. Í næstu viku á ég að flytja fyrirlestur á hollensku meinafræðidögunum um hluta ristilrannsóknarinnar. Þetta er pínulítið spennandi því að ég hef ekki flutt áður fyrirlestur á ráðstefnu. Á fimmtudaginn verður æfingafyrirlestur. Svo get ég endurbætt fyrirlesturinn næstu helgi. Í rannsókninni var ristilkrabbamein ungra borið saman við aldinna og hægra megin í ristli borið saman við vinstra megin. Þetta er áhugavert efni en niðurstöðurnar ekki sláandi.
Ásgeir hélt af landi brott í gær með viðkomu í Kaupmannahöfn til að heimsækja Vigni. Ég er einn í kotinu og hef setið við skrif. Tók líka til og þvoði þvott. Hjálpaði líka Sillu í gær við flutninga og við fórum svo á sérkennilegan veitingastað í hverfinu. Þá gafst tími til að ná í mjög dularfullt bréf á pósthúsið, bréf sem reynt var að færa mér hér heim í ábyrgðarpósti - Ásgeir mátti ekki taka við því. Ég fór á pósthúsið með vegabréfið og fékk hið dularfulla bréf í hendurnar. Þá var þetta bara nýja kreditkortið, ekki meira spennandi en það. Svo hóf ég lestur á bók eftir Sigurð Nordal, bók sem Þórunn amma gaf mér fyrir langa löngu síðan. Ég hafði lengi ætlað mér að lesa bókina en ekki komið því í verk. Undanfarið hef ég tekið eftir bókarkilinum í hillu í stofunni og byrjaði svo dag einn að lesa í henni. Það var eins og bókin kallaði á mig. Hún heitir Áfangar og fjallar um tilgang lífsins, hvorki meira né minna.
Í nótt komst á sumartími og nú er tveggja tíma munur á Hollandi og Íslandi. Ég skildi ekkert í því hvað ég virtist hafa sofið lengi í morgun. Svo er það að nefna að Garðar bróðir kemur í heimsókn næstu helgi.
Ásgeir hélt af landi brott í gær með viðkomu í Kaupmannahöfn til að heimsækja Vigni. Ég er einn í kotinu og hef setið við skrif. Tók líka til og þvoði þvott. Hjálpaði líka Sillu í gær við flutninga og við fórum svo á sérkennilegan veitingastað í hverfinu. Þá gafst tími til að ná í mjög dularfullt bréf á pósthúsið, bréf sem reynt var að færa mér hér heim í ábyrgðarpósti - Ásgeir mátti ekki taka við því. Ég fór á pósthúsið með vegabréfið og fékk hið dularfulla bréf í hendurnar. Þá var þetta bara nýja kreditkortið, ekki meira spennandi en það. Svo hóf ég lestur á bók eftir Sigurð Nordal, bók sem Þórunn amma gaf mér fyrir langa löngu síðan. Ég hafði lengi ætlað mér að lesa bókina en ekki komið því í verk. Undanfarið hef ég tekið eftir bókarkilinum í hillu í stofunni og byrjaði svo dag einn að lesa í henni. Það var eins og bókin kallaði á mig. Hún heitir Áfangar og fjallar um tilgang lífsins, hvorki meira né minna.
Í nótt komst á sumartími og nú er tveggja tíma munur á Hollandi og Íslandi. Ég skildi ekkert í því hvað ég virtist hafa sofið lengi í morgun. Svo er það að nefna að Garðar bróðir kemur í heimsókn næstu helgi.
Tuesday, March 23, 2010
Vlieland
Við Ásgeir fórum í helgarferð til Vlieland síðastliðna helgi. Ferðalagið tók tók tæpa 5 klukkutíma með lest, rútu og ferju. Vlieland er frísnesk eyja norðarlega í Hollandi, eitt strjálbýlasta svæði landsins með 1300 íbúa. Við komum þangað á föstudagskvöldi, leigðum hjól og gistum á góðu hóteli rétt fyrir utan þorpið. Við skoðuðum þorpið og fundum út að aðaltískufyrirbrigðið í gluggakistum eyjaskeggja var symmetría - þ.e.a.s. tvennt af einhverju, yfirleitt tveir vasar (oft með greinum) eða tveir blómapottar, stundum tveir kertastjakar. Við fórum út að borða í þorpinu, keyptum ís og fórum á bar og hlustuðum á trúbador. Svo hjóluðum við um eyna og fórum á afskekkt kaffihús, fengum bæði rok með smá rigningu og sólskin, gengum á langri hvítri strönd, horfðum á seglskútur, sáum hollensk sumarhús og helling af alls konar fuglum, skoðuðum gömul kort sem sýndu að eyjan var miklu stærri áður fyrr og heilt þorp var farið í kaf, horfðum á skemmtilegar bíómyndir, spiluðum, drukkum rauðvín og slökuðum á. Við fórum í túristabúð og keyptum tvö kerti til að hafa symmetrískt skraut heima.
Svo er það að frétta að ég fer nú daglega til den Haag þar sem fæ að kynnast réttarlæknisfræði. Stundum sé ég í fréttum hvort eitthvað verður að gera í vinnunni næsta dag. Í gær fór ég í réttarsal en það var mjög áhugavert að sjá.
Þar til síðar.
Svo er það að frétta að ég fer nú daglega til den Haag þar sem fæ að kynnast réttarlæknisfræði. Stundum sé ég í fréttum hvort eitthvað verður að gera í vinnunni næsta dag. Í gær fór ég í réttarsal en það var mjög áhugavert að sjá.
Þar til síðar.
Wednesday, March 3, 2010
Kominn mars
Margt hefur verið brallað síðan síðast.
- Axel og Eric komu í heimsókn, gistu eina nótt, skruppuð á djammið.
- Ásgeir vinnur þessa dagana sem statisti í óperu, ýmist munkur eða fangi.
- Dansverkið IOVIODIO, sem Ásgeir dansar í, var frumsýnt, gekk mjög vel.
- Keyptum borð í IKEA, sem varð til þess að við tókum til í öllum skúffum á heimilinu.
- 2 af 3 hjólum fóru í viðgerð í vikunni.
- Eyjólfur flutti til Utrecht, kom með okkur á djammið og gisti í Amsterdam.
- Ég vann lestarspilið, loksins.
- Ristilgreinin sem ég skrifaði í haust ásamt öðrum var samþykkt til birtingar í International Journal of Cancer.
- Höldum áfram að horfa á Will og Grace á netinu, komnir í seríu 3.
- Höldum einnig áfram að horfa á Lost, núna er 5. sería byrjuð.
- Verð 2 vikur í mars með réttarlæknisfræði-rotation. Þarf þá að fara til den Haag daglega. Á laugardag kúrs í blóðmeinafræði. Í apríl kúrs í cýtólógíu. Auk þess verð ég með fyrirlestur á hollensku meinafræðidögunum í byrjun apríl.
- Var á bakvakt í síðustu viku - aldrei hringt.
- Fylgst með Icesafe ... ætlar þetta aldrei að taka enda?
- Loksins farið að hlýna, ekki jafnkalt heima.
- Pabbi 65 ára.
- Ýmis áhugaverð sýni í vinnunni: 2 granulosa cell tumorar, Chagaz disease í smágirni, Malakoplakia í nýra, Langerhans cell histiocytosis, hepatocellular adenoma, hydrops foetalis, sacrococcygeal teratoma, synovial sarcoma, eosinophilic colitis, eosinophilic oesophagitis, autoimmune gastritis, embryonal rhabdomyosarcoma, ganglioneuroblastoma, ependymoma, retinoblastoma, perineurioma, enchondroma og margt fleira sem ég man ekki í svipinn.
- Axel og Eric komu í heimsókn, gistu eina nótt, skruppuð á djammið.
- Ásgeir vinnur þessa dagana sem statisti í óperu, ýmist munkur eða fangi.
- Dansverkið IOVIODIO, sem Ásgeir dansar í, var frumsýnt, gekk mjög vel.
- Keyptum borð í IKEA, sem varð til þess að við tókum til í öllum skúffum á heimilinu.
- 2 af 3 hjólum fóru í viðgerð í vikunni.
- Eyjólfur flutti til Utrecht, kom með okkur á djammið og gisti í Amsterdam.
- Ég vann lestarspilið, loksins.
- Ristilgreinin sem ég skrifaði í haust ásamt öðrum var samþykkt til birtingar í International Journal of Cancer.
- Höldum áfram að horfa á Will og Grace á netinu, komnir í seríu 3.
- Höldum einnig áfram að horfa á Lost, núna er 5. sería byrjuð.
- Verð 2 vikur í mars með réttarlæknisfræði-rotation. Þarf þá að fara til den Haag daglega. Á laugardag kúrs í blóðmeinafræði. Í apríl kúrs í cýtólógíu. Auk þess verð ég með fyrirlestur á hollensku meinafræðidögunum í byrjun apríl.
- Var á bakvakt í síðustu viku - aldrei hringt.
- Fylgst með Icesafe ... ætlar þetta aldrei að taka enda?
- Loksins farið að hlýna, ekki jafnkalt heima.
- Pabbi 65 ára.
- Ýmis áhugaverð sýni í vinnunni: 2 granulosa cell tumorar, Chagaz disease í smágirni, Malakoplakia í nýra, Langerhans cell histiocytosis, hepatocellular adenoma, hydrops foetalis, sacrococcygeal teratoma, synovial sarcoma, eosinophilic colitis, eosinophilic oesophagitis, autoimmune gastritis, embryonal rhabdomyosarcoma, ganglioneuroblastoma, ependymoma, retinoblastoma, perineurioma, enchondroma og margt fleira sem ég man ekki í svipinn.
Saturday, January 23, 2010
Tími til kominn
Er ekki kominn tími til að blogga aðeins? Jú, ég held það. Ýmislegt hefur drifið á daga okkar frá síðasta bloggi og þessi færsla verður í símskeytastíl.
- Gulli og Andrés voru hjá okkur yfir áramót. Við Ásgeir vorum báðir í fríi samtímis. Silla og Óli komu í mat á gamlárskvöld. Mikið stuð. Skruppum líka einn daginn í ferð til Gouda og Utrecht. Ævintýraleg dómkirkja í Utrecht.
- Hér var mjög kald í desember og byrjun janúar, sem betur fer orðið hlýrra núna. Allt fram á þessa viku var ís á sýkjunum. Núna rigning í staðinn, samt skárra en snjórinn.
- Var með 2 vikna rannsóknartíma í byrjun janúar - næsta grein fjallar um tímabreytingar á ristilkrabbamein á 35 árum.
- Fórum á Avatar og Sherlock Holmes í bíó, hvorutveggja góðar myndir.
- Matt frá Spáni var hjá okkur eina helgi, djamm.
- Stærðarinnar kaffiboð á sunnudegi.
- Út að borða á Bazar.
- Ásgeir æfir og æfir fyrir frumsýningu um miðjan febrúar.
- Ásgeir var slæmur í bakinu en lagaðist mikið eftir sjúkranudd.
- Skáphurðirnar eru byrjaðar að hrynja af Ikea-innréttingunni í eldhúsinu. Vesen.
- Það lak úr sturtunni okkar niður á næstu hæð. Búið að kítta og laga það.
- 2 hjól af þremur biluð.
- Will og Grace maraþon.
- Þorrablót Íslendingafélagsins í Hollandi.
- Spáð og spekúlerað í Icesave. Meiri skilningur meðal Hollendinga á málinu en áður. Hef reyndar þurft að hlusta á nokkra lélega Icesafe-brandara.
- Ásgeir og Óli verða aukaleikarar í óperusýningu í febrúar. Ásgeir verður fangi en Óli munkur. Þeir verða meðal 75 aukaleikara í stórri uppfærslu.
- Í kvöld: matur hjá Valtý og Eddu í Houten.
- Á morgun: árdegisbítur hjá Guðrúnu og Birni.
Eitthvað fleira? Sennilega en ég man ekki eftir því núna.
Kv Pétur.
- Gulli og Andrés voru hjá okkur yfir áramót. Við Ásgeir vorum báðir í fríi samtímis. Silla og Óli komu í mat á gamlárskvöld. Mikið stuð. Skruppum líka einn daginn í ferð til Gouda og Utrecht. Ævintýraleg dómkirkja í Utrecht.
- Hér var mjög kald í desember og byrjun janúar, sem betur fer orðið hlýrra núna. Allt fram á þessa viku var ís á sýkjunum. Núna rigning í staðinn, samt skárra en snjórinn.
- Var með 2 vikna rannsóknartíma í byrjun janúar - næsta grein fjallar um tímabreytingar á ristilkrabbamein á 35 árum.
- Fórum á Avatar og Sherlock Holmes í bíó, hvorutveggja góðar myndir.
- Matt frá Spáni var hjá okkur eina helgi, djamm.
- Stærðarinnar kaffiboð á sunnudegi.
- Út að borða á Bazar.
- Ásgeir æfir og æfir fyrir frumsýningu um miðjan febrúar.
- Ásgeir var slæmur í bakinu en lagaðist mikið eftir sjúkranudd.
- Skáphurðirnar eru byrjaðar að hrynja af Ikea-innréttingunni í eldhúsinu. Vesen.
- Það lak úr sturtunni okkar niður á næstu hæð. Búið að kítta og laga það.
- 2 hjól af þremur biluð.
- Will og Grace maraþon.
- Þorrablót Íslendingafélagsins í Hollandi.
- Spáð og spekúlerað í Icesave. Meiri skilningur meðal Hollendinga á málinu en áður. Hef reyndar þurft að hlusta á nokkra lélega Icesafe-brandara.
- Ásgeir og Óli verða aukaleikarar í óperusýningu í febrúar. Ásgeir verður fangi en Óli munkur. Þeir verða meðal 75 aukaleikara í stórri uppfærslu.
- Í kvöld: matur hjá Valtý og Eddu í Houten.
- Á morgun: árdegisbítur hjá Guðrúnu og Birni.
Eitthvað fleira? Sennilega en ég man ekki eftir því núna.
Kv Pétur.
Subscribe to:
Posts (Atom)