Er ekki kominn tími til að blogga aðeins? Jú, ég held það. Ýmislegt hefur drifið á daga okkar frá síðasta bloggi og þessi færsla verður í símskeytastíl.
- Gulli og Andrés voru hjá okkur yfir áramót. Við Ásgeir vorum báðir í fríi samtímis. Silla og Óli komu í mat á gamlárskvöld. Mikið stuð. Skruppum líka einn daginn í ferð til Gouda og Utrecht. Ævintýraleg dómkirkja í Utrecht.
- Hér var mjög kald í desember og byrjun janúar, sem betur fer orðið hlýrra núna. Allt fram á þessa viku var ís á sýkjunum. Núna rigning í staðinn, samt skárra en snjórinn.
- Var með 2 vikna rannsóknartíma í byrjun janúar - næsta grein fjallar um tímabreytingar á ristilkrabbamein á 35 árum.
- Fórum á Avatar og Sherlock Holmes í bíó, hvorutveggja góðar myndir.
- Matt frá Spáni var hjá okkur eina helgi, djamm.
- Stærðarinnar kaffiboð á sunnudegi.
- Út að borða á Bazar.
- Ásgeir æfir og æfir fyrir frumsýningu um miðjan febrúar.
- Ásgeir var slæmur í bakinu en lagaðist mikið eftir sjúkranudd.
- Skáphurðirnar eru byrjaðar að hrynja af Ikea-innréttingunni í eldhúsinu. Vesen.
- Það lak úr sturtunni okkar niður á næstu hæð. Búið að kítta og laga það.
- 2 hjól af þremur biluð.
- Will og Grace maraþon.
- Þorrablót Íslendingafélagsins í Hollandi.
- Spáð og spekúlerað í Icesave. Meiri skilningur meðal Hollendinga á málinu en áður. Hef reyndar þurft að hlusta á nokkra lélega Icesafe-brandara.
- Ásgeir og Óli verða aukaleikarar í óperusýningu í febrúar. Ásgeir verður fangi en Óli munkur. Þeir verða meðal 75 aukaleikara í stórri uppfærslu.
- Í kvöld: matur hjá Valtý og Eddu í Houten.
- Á morgun: árdegisbítur hjá Guðrúnu og Birni.
Eitthvað fleira? Sennilega en ég man ekki eftir því núna.
Kv Pétur.
Saturday, January 23, 2010
Subscribe to:
Posts (Atom)