Monday, April 12, 2010

Skýrslan

Las samantekt rannsóknarskýrslunnar. Þó að margt hafi legið fyrir kemur margt skýrar fram en áður. Svo margt fór úrskeiðis hjá stjórnvöldum að það er ótrúlegt. Það er líka makalaust hlutverk örlagavaldsins Davíðs Oddssonar.

Það er líkt og stjórnkerfið þurfi að byggjast upp frá grunni.

Sunday, April 11, 2010

Tropenmuseum

Góðri helgi er senn að ljúka. Skrapp ásamt Sillu og Óla á Tropenmuseum í dag. Þar skoðuðum við safngripi frá Suður-Ameríku, afríku og Asíu - margt frá nýlendutíma Hollendinga. Við í safnafélaginu drifum okkur þar sem það er ókeypis inn á söfn þessa helgina. Reyndar stendur til að kaupa árskort á söfn í Hollandi og fara síðan reglulega á sunnudögum. Safnaferðin í dag var eiginlega framhald af bæjarrölti í gærkvöldi þar sem við duttum inn á ótrúlegustu staði, m.a. stórfurðulegan stað þar sem var enginn plötusnúður heldur bara útvarpsstöð höfð á fullu blasti - með auglýsingum inn á milli. Á undan var matur hjá Sillu og Óla, ljúffengar íslenskar pulsur með öllu.

Á fimmtudaginn var hélt ég fyrirlestur um ristilkrabbameinsrannsókn á hollensku meinafræðidögunum. Þetta var góð reynsla en undirbúningurinn var frekar leiðinlegur. Það er ágætt að þetta sé búið.

Svo er Ásgeirs að vænta næstu helgi!!

Monday, April 5, 2010

Páskar

Garðar var í heimsókn um páskana. Hann kom á föstudag og fór í morgun. Við fórum bæði laugardag og sunnudag út fyrir borgina, til Leiden og Utrecht. Báða dagana var hráslagalegt og blautt en við héldumst þurrir undir regnhlífum. Fórum reglulega inn á kaffihús milli þess sem við skoðuðum þessar gömlu borgir. Í Leiden álpuðust við í Hortus Botanicus, þann elsta í Hollandi, og sáum óteljandi afbrigði af orkedíum á sérstakri orkedíusýningu. Útigarðurinn var hins vegar varla kominn undan vetri. Við skoðuðum líka dómkirkjuna í Utrecht og fórum í frábæran páskamat til Valtýs og Eddu í gær. Sváfum út, skruppum aðeins út á lífið og horfðum á góða bíómynd.
Auk þess er að líða að hollensku meinafræðidögunum þar sem ég þarf að vera með fyrirlestur. Er að vinna í því honum. Hlakka til að vera búinn.