Það hefur verið mikið að gera í vinnunni undanfarna daga. Það hittist þannig á að á mér lenti hellingur af sýnum og í kvöld varð ég að vinna til hálf ellefu til að ná að vinna þetta niður. Af tilfellum sem ég hef séð á síðustu dögum eru sortuæxli, ristilæxli, lungnaæxli, brjóstaæxli, vangakirtilsæxli, tunguæxli, húðæxli, hóstarkirtilsæxli, fylgjur, leggangabelgur, lifrarsýni, ristill með sárum, hellingur af fæðingarblettum og margt fleira smálegt.
Kveðja, Pétur.
Hljómar spennandi. Greinilega fjölbreytni í gangi. Eitthvað annað en þessi endalausu hökkuðu leg sem lentu á borðinu hjá þér heima :-)
ReplyDeletekv
Kolla
Pétur loksins laus við leghakkið!!!! Til hamingju
ReplyDelete