Ég er búinn að vera rosalega duglegur í dag; þreif íbúðina hátt og lágt, búinn að þvo þvott, strauja skyrtur og keypti í matinn. Ég þreif meira að segja örbylgjuofninn. Meðfram hef ég hlustað á góða tónlist og kíkt aðeins á netið. Í gær fór ég á námskeið í taugameinafræði fyrir deildarlækna í meinafræði sem haldið var í Nijmegen, borg sem er nálægt landamærum Hollands og Þýskalands. Þetta var mjög fínt námskeið sem stóð allan daginn. Það er líka gaman að hitta deildarlæknana frá hinum háskólaspítulunum og njósna um aðstæður og bera saman. Á eftir ætla ég að snæða pítsu en síðan ætla ég að vinna í ristilverkefninu.
Fylgist einhver með Lost? Við Ásgeir höfum fylgst spenntir með frá byrjun og horfum nú alltaf á nýjustu þættina á netinu. Alltaf verður þetta skrýtnara.
Kveðja, Pétur.
Mikið ertu duglegur. Það er frábær tilfinning að geta sest niður og horft á Lost og vita að allt er spikk og span í kringum mann. Þetta hreinsar hugann. jájá
ReplyDeletekv Tumos
Aldrei horft a Lost en finnst thu svakaduglegur husfadir!
ReplyDeleteThad er Columbisk froken sem kemur vid og vid og gerir allt spikk og span hja mer. Agalegur luxus.
Það hefur enginn komið til að taka til hjá okkur Árna....skil ekki alveg hvað er í gangi...
ReplyDeleteSíðan hefur heldur enginn gert skattskýrslurnar okkar enn þá :(
ég gafst upp á Lost þegar ég var búin að horfa a hálfa aðfra seriu, þetta var orðið of skrýtið.
ReplyDeleteNú er ég alveg dottin í Dexter, frábærir þættir!!!
kv Dögg
lost byrjar á mánudaginn hérna á Íslandi (fyrir þá sem horfa á hana á rúv), loksins, finnst vera heil eilífð síðan seinasta sería var.
ReplyDeletekv. Egill