Ég nenni ekki að gera fyrirlestur og á erfitt með að koma mér að verki. Í næstu viku á ég að flytja fyrirlestur á hollensku meinafræðidögunum um hluta ristilrannsóknarinnar. Þetta er pínulítið spennandi því að ég hef ekki flutt áður fyrirlestur á ráðstefnu. Á fimmtudaginn verður æfingafyrirlestur. Svo get ég endurbætt fyrirlesturinn næstu helgi. Í rannsókninni var ristilkrabbamein ungra borið saman við aldinna og hægra megin í ristli borið saman við vinstra megin. Þetta er áhugavert efni en niðurstöðurnar ekki sláandi.
Ásgeir hélt af landi brott í gær með viðkomu í Kaupmannahöfn til að heimsækja Vigni. Ég er einn í kotinu og hef setið við skrif. Tók líka til og þvoði þvott. Hjálpaði líka Sillu í gær við flutninga og við fórum svo á sérkennilegan veitingastað í hverfinu. Þá gafst tími til að ná í mjög dularfullt bréf á pósthúsið, bréf sem reynt var að færa mér hér heim í ábyrgðarpósti - Ásgeir mátti ekki taka við því. Ég fór á pósthúsið með vegabréfið og fékk hið dularfulla bréf í hendurnar. Þá var þetta bara nýja kreditkortið, ekki meira spennandi en það. Svo hóf ég lestur á bók eftir Sigurð Nordal, bók sem Þórunn amma gaf mér fyrir langa löngu síðan. Ég hafði lengi ætlað mér að lesa bókina en ekki komið því í verk. Undanfarið hef ég tekið eftir bókarkilinum í hillu í stofunni og byrjaði svo dag einn að lesa í henni. Það var eins og bókin kallaði á mig. Hún heitir Áfangar og fjallar um tilgang lífsins, hvorki meira né minna.
Í nótt komst á sumartími og nú er tveggja tíma munur á Hollandi og Íslandi. Ég skildi ekkert í því hvað ég virtist hafa sofið lengi í morgun. Svo er það að nefna að Garðar bróðir kemur í heimsókn næstu helgi.
Sunday, March 28, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Sæll minn kæri - ég sit hér í Boston og gæði mér á páskaeggi og les bókina um Vigdísi forseta :)
Post a Comment