Vid Ásgeir áttum gód jól og áramót heima á Íslandi. Thad var frábaert ad hitta fjolskyldu og vini og fá gódan mat. Vid fengum margar gódar jólagjafir sem hafa reynst mjog vel. Ég fór til Hollands 2. desember en Ásgeir kom sídastlidna helgi. Thá var strax hafist handa vid ad mála íbúdina eins og vid hofdum lofad til ad fá mánadarleiguna laekkada. Ásgeir er heima og málar thessa dagana. Hann fékk lidsinni í dag frá Herberti og Kelly sem vid kynntumst gegnum hollenskunámskeidid sem ég var á í september. Veggirnir eru hvítir og gluggar og listar gráir. Thetta er toluverd vinna en gengur vel. Takmarkid er ad klára ádur en kassarnir koma frá Íslandi med dótid okkar.
Vid hofum verid internetlausir og reynt ad komast inn á net nágrannanna en thad hefur gengid brosulega undanfarid og thví hefur verid lítid um blogg og vid frekar lítid á Skype. Til thess ad fá internettengingu heima hofum vid thurft ad standa upp á stól og halda á fartolvunni út vid glugga. Thví er thetta blogg skrifad í vinnunni. Ég var reyndar ad panta internettengingu ádan en thví midur er thjónustan haeg, thurfum ad bída í 2-4 vikur eftir ad fá thrádlaust módem og tengingu. Verdid er hins vegar fínt og heimasími fylgir, kostar 28 evrur á mánudi, ótakmarkad nidurhal.
Meira seinna, kvedja, Pétur.
Wednesday, January 16, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Má ég minna á, að ég kem til ykkar innan viku og þá er varla liðinn mánuður frá því að ég gisti hjá ykkur síðast (gisti að vísu færri nætur en búast mátti við...)
En á síðustu fjórum vikum höfum við rekist mikið á hvorn annan og við höldum því áfram!
Post a Comment