Thursday, April 17, 2008

Twinsz og Madríd

Ásgeir var hér í Amsterdam síðastliðna helgi. Honum gekk stórvel í prufu fyrir dansverkefni í haust hér í Hollandi þannig að hann fékk starfið. Nú er hann staddur í Madríd til að sýna verkið Mur og ég fer þangað á morgun til að sjá danssýninguna og auðvitað hitta Ásgeir. Þetta er fyrsta skipti sem við báðir komum til Madrídar - verður mjög gaman.
Ég sit núna fyrir framan sjónvarpið. Í hollensku sjónvarpi er mikið af alls konar Idol-þáttum. Nýjasta útspilið er Idol bara fyrir eineggja tvíbura, kallast Twinsz. Hugmyndin er sú að mynda band samsett úr þremur tvíburapörum. Einhvern veginn hefur þeim tekist að hóa saman um 10 tvíburum með misjafna sönghæfileika en ágæta danshæfileika sem vilja reyna fyrir sér í skemmtanabransanum. Það er frekar skrýtið að sjá svona marga eineggja tvíbura saman á sviði. Í salnum er síðan hellingur af tvíburum sem hafa verið fengnir til að horfa á og mynda part af valkerfinu fyrir utan dómarana. Þess er vandlega gætt að tvíburarnir séu svipuðum eða eins fötum. Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu. Ég spái því að tvíburabandið komi til Íslands síðan í sumar og stígi á stokk.
Það hefur verið nóg að gera í vinnunni það sem af er þessa viku. Hef séð m.a. Fordyce spot, basal cell adenoma, spindle cell carcinoma, malignant epitheloid GIST og pulmonary veno-occlusive disease.
Kveðja, Pétur.

2 comments:

Anonymous said...

Aldrei verður show-biz fólkið uppiskroppa með hugmyndir!
..og til hamingju Ásgeir með gott gengi í dansheiminum
kær kveðja til ykkar Hollendinganna
Addý

Anonymous said...

Hæ sæti, takk kærlega fyrir síðast! Mjög gaman að hitta ykkur í Madrid :)

Kveðja,
Eva Ösp