Sunday, October 4, 2009

Ásgeir kominn til Amsterdam, hættur í Alkmaar.

Ásgeir kom á föstudaginn, loksins. Hann var í London á námskeiði og svo vinnubúðum í Gautaborg.
Lífið á Nieuwe Achtergracht er því komið í góðan gír. Framundan er vinna hjá Ásgeiri ásamt öðrum dönsurum hjá danshöfundnum Gabriela Maiorino.

Sjonni var í heimsókn síðustu helgi. Auk þess sem kom fram í síðasta pósti fórum við í tveggja tíma kanósiglingu í frábæru veðri í útjaðri Amsterdam. Endurnar máttu forða sér undan okkur. Svo fórum við í dýragarðinn í Amsterdam - sem reyndist miklu stærri og áhugaverðari en ég átti von á. Þá fórum einnig á píanótónleika. Sjonni skrapp til Haarlem á mánudegi en þar reyndist allt hið áhugaverða vera lokað (alræmdar mándagslokanir sem við vitum núna um).

Hvað fleira? Jú, ég lauk vinnu í Alkmaar eftir ár þar. Þar var haldin kveðjuveisla í lok vinnudags þar sem ég fékk nokkrar gjafir; hollenska brandarabók, mjög flotta bók um brjóstameinafræði, blómvönd og bók þar sem allir starfsmennirnir voru búnir að skrifa hver á sína síðu eitthvað skemmtilegt, svo sem þakkir fyrir gott samstarf og óskir um velgengni í framtíðinni. Þetta var sérlega ánægjulegt og skemmtilegt. Ég sá um léttar veitingar sem Sjonni kom með frá Íslandi; þar var um að ræða alls kyns íslenskt nammi og svo smá smakk af harðfiski, lifrarpylsu og sviðasulta. Ég kem til með að sakna vinnunnar í Alkmaar - þar var mjög gott að vera. En mér finnst gott að þurfa ekki að ferðast 2 og hálfa klukkustund á dag héðan í frá.

2 comments:

Anonymous said...

Gott að ásgeir sé kominn heim. Vonandi náum við saman á skype fljótlega. kv. Gulli

Addý said...

Til lukku með að vera búinn þarna Pétur. Það verður án efa léttir að nota tímann í eitthvað annað en 2 og 1/2 tíma transport. Gaman að sjá hvað þeir stóðu vel að kveðjunni þarna í Alkmaar.

kærar kveðjur frá Lundi
Addý