Monday, April 5, 2010

Páskar

Garðar var í heimsókn um páskana. Hann kom á föstudag og fór í morgun. Við fórum bæði laugardag og sunnudag út fyrir borgina, til Leiden og Utrecht. Báða dagana var hráslagalegt og blautt en við héldumst þurrir undir regnhlífum. Fórum reglulega inn á kaffihús milli þess sem við skoðuðum þessar gömlu borgir. Í Leiden álpuðust við í Hortus Botanicus, þann elsta í Hollandi, og sáum óteljandi afbrigði af orkedíum á sérstakri orkedíusýningu. Útigarðurinn var hins vegar varla kominn undan vetri. Við skoðuðum líka dómkirkjuna í Utrecht og fórum í frábæran páskamat til Valtýs og Eddu í gær. Sváfum út, skruppum aðeins út á lífið og horfðum á góða bíómynd.
Auk þess er að líða að hollensku meinafræðidögunum þar sem ég þarf að vera með fyrirlestur. Er að vinna í því honum. Hlakka til að vera búinn.

1 comment:

Anonymous said...

Hljómar undur vel!
Gulli