Thursday, June 26, 2008

Óvænt afmælisgjöf

Ég á afmæli í dag. Til hamingju ég!

Fyrir 26 árum síðan fæddist í þennan heim yndislegi, litli, ljóshærði ég.

Í dag er ég ekki bara afmælisbarn heldur líka atvinnulaus. Ég kláraði nefnilega samninginn minn í Newcastle í gær og flaug heim í dag. Nú á ég 10 daga frí hérna í Amsturdammi áður en ég held til Vínar á stærstu danshátíð Evrópu, ImpulsTanz. Þar ætla ég að dansa, horfa á dans, hugsa um dans, tala, skrifa og dreyma dans í fimm vikur.

Í dag fékk ég líka óvænta afmælisgjöf. Óvænt er ekki alltaf gott. Þegar til Hollands var komið uppgötvaðist að farangurinn minn hafði týnst. Ekki gaman... púúúú á KLM og flugvallarstarfsmenn í Newcastle.

Kv. Ásgeir

2 comments:

Egill said...

til hamingju Ásgeir

Helga og Geiri said...

Hann á afmæli í dag..... Afmæliskveðja frá vísitölufjölskyldunni á Drafnarstíg