Sunday, July 6, 2008

Viðrar vel

Hér í Amsturdammi er heitt alla daga og hálfgerðar hitaskúrir suma eftirmiðdagana. Það er oft allt of heitt í vinnunni og viftan höfð í gangi. Ásgeir hefur verið hér í Amsterdam í rúma 10 daga en heldur á morgun til Vínar á Impulstanz danshátíðina í Vín sem stendur í 4-5 vikur. Af 1100 umsækjendum var hann einn af 60 manns sem hlutu styrk til að fara á hátíðina sem samanstendur af námskeiðum, danssýningum, vinnubúðum og fyrirlestrum. Svo fer ég í helgarferð til Vínar að hitta Ásgeir eftir nokkrar vikur. Við Ásgeir höfum nú síðustu daga haft gesti; Gulli kom óvænt og var hjá okkur í tvær nætur og Hjörtur kom frá Delft þar sem hann hafði verið á ráðstefnu. Svo héldum við upp á 26 ára afmæli Ásgeirs síðastliðna helgi, hér var partí og m.a. boðið upp á áfenga hlaupköku. Restin af henni var ekki sérlega lystug daginn eftir.
Það hefur eins og endranær verið nóg að gera í vinnunni og ég hef fengið ýmislegt áhugavert að fást við (t.d. ovarian teratoma with malignant transformation, mixed germ cell tumor í eista, flöguþekjukrabbamein í augnslímu, glomus tumor, 11 kg ovarial mucinous cystadenoma). Ristilverkefnið er komið á fullt skrið og ég vinn í því flestum lausum stundum enda tíminn orðinn knappur til að klára haustútskrift (Óskar, þú getur enn orðið til að útskrifast með MS á undan mér!).

Kveðja, Pétur.

No comments: