Hvar á maður að byrja eftir stutt bloggstopp? Til dæmis með því að segja frá því að þarsíðustu helgi sótti Ásgeir um starf við dans hér í grennd við Amsterdam og fékk það. Það verðu að geta þess að það var á brattan að sækja; 400 manns sóttu um að fá að koma í prufuna, þar af fengu 150 að mæta á svæðið. Fyrsta val fór fram á föstudegi, næsta val á laugardegi og svo loks aftur á sunnudegi uns tæplega 15 manns voru eftir. Þá þurfti að velja 6 til starfans - og Ásgeir fékk auðvitað starfið. Danshöfundurinn heitir Gabriela Majorino (ég skrifa þetta ábyggilega ekki rétt).
Helgina þar á eftir komu Friðrik og Helga í heimsókn. Þá var auðvitað gert margt skemmtilegt, m.a. siglt um síki Amsturdamms á mótorbáti, gengið út um allt, slakað á og borðaður góður matur.
Ásgeir hélt til London síðustu helgi þar sem hann er búinn að vera á vinsælu dansnámskeiði. Hjá mér hefur verið mikið að gera í vinnunni. Ég á bara eina og hálfa viku eftir í Alkmaar - þá fer ég aftur á spítalann í Amsterdam. Fór í brúðkaup á föstudag, glæsilegar veitingar á litlum veitingastað í borginni sem var eingöngu nýttur í þetta, og síðan sigling um síki borgarinnar á gömlum lystibát. Í gær vaknaði ég snemma (þreyttur og myglaður) og fór á dagsnámskeið í nýrnameinafræði. Var svo þreyttur í gærkvöldi að ég gat varla staðið upp af sófanum. Framundan er ýmislegt en það helst að Sjonni kemur í heimsókn næstu helgi.
Sunday, September 20, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Ég er ósköp glaður fyrir þessi örblogg þín. Kveðja Gulli
Post a Comment