Sunday, August 30, 2009

Ferðamánuður

Þessi mánuður hefur verið mikill ferðamánuður. Í vinnunni sagði einhver í gríni að ég kæmi stundum til Hollands til að vinna aðeins. Ég er sem sagt búinn að fara til London, Stokkhólms og Graz, allt á 2-3 vikum. Ég fór í helgarferð til London til að hitta Jakob og Garðar bróður, gisti hjá Jakobi. Svo fór ég til Stokkhólms til að heimsækja Þorgeiri, Helgu, Árna og Steinunni. Þar gisti ég hjá Þorgeiri og Helgu. Ég hef komið oft til beggja staða þannig að ég hafði enga þörf fyrir að fara um allt eins og ferðamaður og gat notið þess að vera með öllum vinunum. Svo fór ég til Graz í Austurríki. Þar var ég í nokkra daga á kúrsi í brjóstameinafræði, frábært námskeið þar sem ég lærði mikið. Graz er líka skemmtilegur bær - get alveg mælt með því að fólk fari þangað. Ekki eru fyrirhugaðar ferðir á næstunni en reyndar fáum við heimsóknir, næstu helgi verða hér 2 vinkonur Ásgeirs sem koma til Amsterdam til að fara í prufu, svo koma Friðrik og Helga helgina þar á eftir og loks kemur Sjonni í lok mánaðarins.
Ásgeir var þennan mánuðinn 10 daga í burtu í Berlín. Þar tók hann þátt í verkefninu Bodies in Urban spaces. Í september fer Ásgeir á 2 kúrsa; einn í London og annan í Gautaborg auk þess sem fyrir liggja 2-3 prufur.

No comments: