Sunday, November 29, 2009

Helgarblogg

Enn einni helginni að ljúka. Fór í gær í Body Pump í ræktinni - er allur lurkum laminn í dag, með harðsperrur og stirðleika. Við Ásgeir fengum gesti í mat í gærkvöldi; Renate og Sigrúnu. Renate býr í Rotterdam þar sem hún er í sérnámi í meltingarlæknisfræði og Sigrún er nýflutt hingað og er að læra hollensku áður en hún byrjar að vinna á kvennadeildinni á spítala í Amsterdam. Við Ásgeir fórum líka í bæinn í gær og ég keypti nýja síma og ... píanó! Loksins lét ég verða af því. Þetta var reyndar rafmagnspíanó en samt mjög gott að spila á það, hlakka til að fá það hingað heim næsta föstudag. Í dag fórum við svo niður í bæ á kaffihús og svo á danssýningu. Á morgun ný vinnuvika.

No comments: