Stutt blogg í símskeytastíl - klukkan er orðin allt of margt:
- Píanó komið heim í stofu. Við Ásgeir spilum jólalög fjórhent. Urðum að flytja til húsgögn.
- Ásgeir fór á fullt af danssýningum: í Rotterdam á þriðjudaginn, hér í Amsterdam í dag og Groningen á föstudag. Þar missti hannaf kvöldlestinni til Amsterdam. Gafst þá gott tækifæri til að kíkja út á lífið í Groningen með Ingu og fleira fólki úr dansinum.
- Fórum í bæinn um helgina og keyptum jólagjafir.
- Kristjana, frænka Ásgeirs sem er í námi í Delft, kom í kvöldmat í gær og gisti eina nótt. Ásgeir er orðinn snillingur að búa til Risotto. Við spiluðum lestarspilið (rosalega skemmtilegt spil).
- Will kom í kvöldmat.
- Fórum í kaffi til Sillu og Óla í kvöld. Ætlum öll að kaupa árskort á hollensk söfn.
- Búið að rigna heilmikið hér. Í dag þurrt en kalt.
- Ísland næstu helgi - hlakka til.
Monday, December 14, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment