Wednesday, November 14, 2007

Próf á morgun

Ég ætti kannski að vera að lesa en ég veit ekki hvar ég á að byrja. Það er nefnilega árlegt meinafræðipróf á morgun, skriflegt próf þar sem spurt er vítt og breitt um sjúkdóma mannslíkamans. Prófið hefur engar afleiðingar en er ætlað að hvetja mann til lestrar og gefa til kynna hversu mikið maður kann. Mér skilst að um 60 stig af 100 sé býsna góður árangur, 80 stig er mjög gott (sérfræðingar fá um 80-90 stig) en byrjendur fá víst yfirleitt eitthvað lélegt - en er svo ætlað að bæta sig með hverju árinu. Þó að ég hafi flækst í þessu fagi síðustu misseri finnst mér fræðilegri kunnáttu áfátt og ég er með veikar hliðar. Ég hugsa að ég reyni að lesa mér til um eitlakrabbamein í kvöld.
Sigurdís var hjá okkur Ásgeiri síðastliðna helgi. Það var mjög gaman að fá hana í heimsókn. Við kíktum í bæinn bæði að degi til og um kvöldið og elduðum góðan kvöldmat þess á milli. Ég fékk svo frá mömmu vetrarúlpuna mína, húfu og vettlinga, sem var kærkomið. Næst kemur Sjonni í heimsókn og e.t.v. Garðar bróðir.
Kveðja, Pétur.

No comments: