Við Ásgeir höfum verið rólegir undanfarna viku. Raunar hafa flest kvöld farið í rólegheit og sjónvarp. Leigusalinn á ristastóran kassa með allri Vina-seríunni og við höfum horft á slatta af þáttum. Á Íslandi var frítíma oftar en ekki varið í að hitta fólk en hér þekkjum við enn svo fáa að það fer lítið fyrir slíku. Nenntum ekki að hanga inni í þessari pínulitlu kytru í gærkvöldi, lyftum okkur upp og kíktum niður í bæ. Það er annars merkilegt hversu algengt það er að þurfa borga hálfa evru fyrir að fá að fara á klósett á skemmtistöðum bæjarins.
Í vinnunni var frekar lítið af krufningum þessa vikuna. Sá samt áhugaverða hluti, m.a. hjarta sem vó rúmlega eitt kíló (venjulegt hjarta er undir 400 grömmum), magasár með mikilli blæðingu og útbreitt blöðruhálskirtilskrabbamein. Auk þess fundum við mjög sjaldgæfan fæðingargalla í barni sem lifði bara tvær vikur eftir fæðingu. Eftir því sem við komumst næst hefur aðeins einu sambærilegu slíku tilviki verið lýst áður.
Í næstu viku kemur Sjonni í heimsókn. Auk margs annars ætlum við að fara á tónleika í Het concertgebouw, frægu tónleikahúsi hér í Amsterdam, sem er með þéttskipaða dagskrá allt árið um kring. Við ætlum að hlusta á rússneska píanistann Volodos sem er sérstaklega þekktur fyrir að spila tónlist eftir Liszt og Rachmaninoff. Ég hlakka mikið til. Sjonni kemur á fimmtudaginn kemur, daginn sem við förum út úr þeirri íbúð sem við búum í núna. Við verðum tvær nætur með herbergi niðri í bæ en flytjum svo á laugardeginum í nýju íbúðina okkar. Okkur skilst að þó að leiguverðið sé ekki beinlínis lágt þá sé það býsna gott miðað við staðsetningu og stærð (1125 evrur á mánuði, 65 fermetrar, rafmagn og gas innifalið, öll húsgögn og húsbúnaður). Megum því glaðir við una. Miðað við fréttir af húsnæðismarkaðnum heima á Íslandi er leiguverð hér í Amsterdam áþekkt.
Kveðja, Pétur.
Saturday, November 24, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Við verðum þá að bæta úr þessu .... við Grímur erum að koma til Amsterdam þann 8 des og verðum til 11 des. Eruð þið ekki til í að hitta okkur í kvöldverð og kannski smá djamm?
kv Dögg
ertu búinn að skipuleggja geðveika djammið sem þú lofaðir okkur gulla????
þú veist að við tökum 2 kv í röð!!!
hæ, jú Jakob, allt í vinnslu.
Dögg, fékkstu póstinn frá mér?
Post a Comment