Saturday, November 10, 2007

Laugardagur


Þá er kominn laugardagur. Sigurdís er á leiðinni í stutta heimsókn. Systir hennar býr nú í Rotterdam og hún var þar í heimsókn og ætlar nú að heimsækja okkur Ásgeir hér í Amsturdammi - fyrsti gesturinn okkar. Við erum búnir að kaupa stórt og fínt uppblásanlegt gestarúm, sæng, kodda og sængurföt.

Fórum síðastliðna helgi til Barcelona en Xavier, spænskur vinur okkar, hélt upp á þrítugsafmælið sitt. Fórum á föstudagskvöldi og komum heim á sunnudagskvöldi. Þetta var sem sagt mjög stutt ferð en mjög skemmtileg. Ferðalagið var mjög þægilegt. Við búum 10 frá flugvellinum, bókuðum okkur á netinu og vorum bara með handfarangur. Gátum því á stuttum tíma gengið beint inn í flugvélina.

Á mánudaginn byrjar krufningalota hjá mér. Ég verð þá bara í krufningum næstu vikurnar. Er búinn að læra heilmikið hingað til. Hollenskuprófið gekk vel. Ég nenni ekki að fara strax á framhaldskúrsinn, er búinn að fá nóg af kvöldskóla í bili. Í vændum er árlegt próf í meinafræði á fimmtudaginn, þetta er skriflegt próf á hollensku. Ég sé ekki fyrir mér mikla sigra á þessu prófi.

Myndin sýnir götuna sem við Ásgeir búum við. Meira seinna.

No comments: