Thursday, December 13, 2007

Gestagangur

Thad hefur verid gestagangur hjá okkur Ásgeiri. Sjonni var hér í byrjun mánadarins, svo Gulli og Jakob og loks komu Dogg og Grímur en thau gistu reyndar ekki hjá okkur. Thau komu í mat og máttu thola mat úr tilraunaeldhúsinu - vid vonum ad thau treysti sér til ad koma aftur í mat eftir thá raun. Á medan Jakob og Gulli voru hér var naeturlífid skodad gaumgaefilega og stódust their piltar einnig freistingar kvennanna í Rauda hverfinu.
Vid hofum verid ad koma okkur fyrir a nyja heimilinu. Thar er mjog léleg internettenging thannig ad ég ákvad ad blogga bara hér í vinnunni. Dagarnir eru mjog misjafnir hér hvad vardar álag í krufningum - suma daga ekki ein einasta en adra daga nokkrar. Á rólegri dogum gefst tími til ad klára skýrslur. Af áhugaverdum tilfellum í vinnunni hef ég séd m.a. blodrulifur (polycystic liver disease), lungnaskada eftir bleomycin, útbreitt eistakrabbamein, lokun á lungnapípu eftir adgerd, gat milli slegla í hjarta, risafrumuhjartabólgu og vanskopun á litla heila (Dandy-Walker).
Ég fór ad skrá nýja heimilisfangid í byrjun vikunnar á baejarskrifstofunni. Enn einu sinni kom skriffinskudraugurinn til sogunnar og hraeddi mig thar sem konan á skrifstofunni var med vesen; henni leist ekki á leigusamninginn og ad leigjandinn vaeri einnig skrádur á húsnaedid og hélt ad svindl vaeri í gangi. Sem betur fer endadi thad vel en ég rennsvitnadi thegar ég beid og sat á medan hún garfadi í thessu.
Nú styttist í ad vid Ásgeir komum til Íslands. Ad morgu er ad huga ádur en vid komum heim; vid thurfum m.a. ad kaupa jólagjafir og byrja ad mála í íbúdinni okkar nýju.
Kvedja, Pétur.

3 comments:

Steinunn said...

Voða fjör er þetta! Hlakka annars ekkert smávegis til að fá ykkur heim um jólin...þið eruð meira en velkomnir á Urðarstíginn í iChat :)

Anonymous said...

Uss uss uss þetta eru bara orðin skilyrt bjúrókrasíu-viðbrögð. Rennsvitnar við að sjá brúnaþunga skrifstofublók ;)
Þú vinnur þig út úr þessu með tíð og tíma!
Við sjáum ykkur kannski á Þorláksmessu-laugarvegsröltinu... sem er náttúrulega óaðskiljanlegur hluti jólanna ( þó Árni og Steinunn séu hætt í tradisjonala Þorláks-kakóinu...hmmm)
Addý

Anonymous said...

Takk fyrir okkur, það var alveg rosalega gaman að koma í heimsókn til ykkar og fá fyrirmyndarmat úr tilraunaeldhúsinu ykkar

Hlökkum til að sjá ykkur um jólin

Kv Dögg og Grímur