Sunday, December 2, 2007

Flutningar, heimsókn

Sjonni kom í heimsókn á fimmtudag, daginn sem við fluttum úr úthverfinu. Þar sem við fengum íbúðina ekki fyrr en í gær þurftum við að redda gistingu tvær nætur. Fundum þessa fínu og ódýru íbúð í hjarta Amsterdam, nánar tiltekið í Rauða hverfinu. Við vorum ekki vissir um að þetta yrði í lagi en Hollendingarnir sem við þekkjum höfðu engar áhyggjur af þessu og þetta var bara allt í lagi. Hasslyktin á götunum er áberandi í þessu hverfi og finna mátti staði eins og Cannabis College - free admission.

Erum búnir að túristast með Sjonna, skoðað borgina, farið í bátasiglingu á síkjunum og skoðað van Gogh safnið. Fórum í kvöld á stórtónleika í Het Concergebouw þar sem rússneski píanóleikarinn Arkadi Volodos spilaði. Það var húsfyllir og mjög skemmtilegt. Við fórum á laugardagskvöldið á listdanssýningu þar sem kona klæddi sig úr fötunum með stöng og skeiðum var varpað í áhorfendur úr valslöngvu sem gerð var úr eldhúsáhöldum.

Nýja íbúðin er mjög fín. Það var mjög gott að komast hingað úr litlu íbúðinni í úthverfinu sem var hálfgerð sardínudós, hvað þá úr litla herberginu í Rauða hverfinu.

Kveðja, Pétur.

2 comments:

Anonymous said...

Til lukku með að vera fluttir í nýju íbúðina!!! Geri ráð fyrir því að það sé aðeins meira pláss þar fyrir uppblásnu flauelsdýnuna :o)
Hlakka svo til að fá ykkur heim um jólin!

Anonymous said...

"Við fórum á laugardagskvöldið á listdanssýningu þar sem kona klæddi sig úr fötunum með stöng og skeiðum var varpað í áhorfendur úr valslöngvu sem gerð var úr eldhúsáhöldum."

ehhh.. ertu viss um að þú hafir ekki bara skáldað þetta,.... kannski til að tékka hvort að einhver sé að lesa þetta, hehe,.... en aðalspurningin er auðvitað, hvað fór hún úr miklu :-)