Tuesday, April 1, 2008

Vinnudagur.

Í kvöld var enn eitt sérkvöldið. Í síðastliðinni viku var meinafræðikvöld, svokallaður svartur kassi þar sem meinfræðideildir á Amsterdamsvæðinu hittast og fara yfir erfið tilfelli sem lögð eru fyrir skarann. Þá fáum við fyrirfram kassa með um 15 tilfellum og eigum að finna út hvað er á ferðinni en sá sem sendi inn tilfellið kynnir og gefur síðan rétt svar og fræðslu í leiðinni. Frekar sniðugt. Í kvöld var svo lifrarkvöld en þau eru haldin á um 2-3 mánaða fresti þar sem farið er yfir áhugaverð lifrartilfelli af Amsterdamsvæðinu. Þau kvöld eru blanda af klíník, röntgen og meinafræði. Það er sem sagt lítið að frétta nema bara hitt og þetta í vinnunni. Fyrir áhugasama hef ég augum litið í dag MPNST, aspergilloma, fibrinopurulent pleuropericarditis, pneumonitis, cystic media necrosis og svo framvegis.

Stuðið heldur áfram í krufningasalnum. Til að geta deilt þessu með ykkur varði ég dágóðum tíma á netinu við að finna út hvað þessi lög heita sem óma um salina, hér er það sem ég fann:
http://www.youtube.com/watch?v=1XZ7gi1VRwU&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=IN5EkH3lATY&feature=related
http://www.youtube.com/watch?v=FS2Z_4ZfkyE
Kveðja, Pétur.

2 comments:

Anonymous said...

Eg fekk vinnuna i Newcastle!!!! Duglegur eg!
asgeir

Anonymous said...

vá bara allt nýjustu smellirnir,... örugglega mjög sérstök stemning sem myndast þegar þetta er spilað í krufningarsalnum,.... ég tók eftir að eitt lagið þarna heitir "Don't Walk Away", frekar creepy haha.

og já, til hamingju með vinnuna Ásgeir.

kv. Egill