Sunday, March 30, 2008

Á sunnudegi

Ég er búinn að vera rosalega duglegur í dag; þreif íbúðina hátt og lágt, búinn að þvo þvott, strauja skyrtur og keypti í matinn. Ég þreif meira að segja örbylgjuofninn. Meðfram hef ég hlustað á góða tónlist og kíkt aðeins á netið. Í gær fór ég á námskeið í taugameinafræði fyrir deildarlækna í meinafræði sem haldið var í Nijmegen, borg sem er nálægt landamærum Hollands og Þýskalands. Þetta var mjög fínt námskeið sem stóð allan daginn. Það er líka gaman að hitta deildarlæknana frá hinum háskólaspítulunum og njósna um aðstæður og bera saman. Á eftir ætla ég að snæða pítsu en síðan ætla ég að vinna í ristilverkefninu.
Fylgist einhver með Lost? Við Ásgeir höfum fylgst spenntir með frá byrjun og horfum nú alltaf á nýjustu þættina á netinu. Alltaf verður þetta skrýtnara.
Kveðja, Pétur.

6 comments:

Anonymous said...

Mikið ertu duglegur. Það er frábær tilfinning að geta sest niður og horft á Lost og vita að allt er spikk og span í kringum mann. Þetta hreinsar hugann. jájá
kv Tumos

Olof said...

Aldrei horft a Lost en finnst thu svakaduglegur husfadir!
Thad er Columbisk froken sem kemur vid og vid og gerir allt spikk og span hja mer. Agalegur luxus.

Steinunn said...

Það hefur enginn komið til að taka til hjá okkur Árna....skil ekki alveg hvað er í gangi...
Síðan hefur heldur enginn gert skattskýrslurnar okkar enn þá :(

Anonymous said...

ég gafst upp á Lost þegar ég var búin að horfa a hálfa aðfra seriu, þetta var orðið of skrýtið.

Nú er ég alveg dottin í Dexter, frábærir þættir!!!

kv Dögg

Egill said...

lost byrjar á mánudaginn hérna á Íslandi (fyrir þá sem horfa á hana á rúv), loksins, finnst vera heil eilífð síðan seinasta sería var.

kv. Egill

Anonymous said...

[p]Group of boys have the opportunity to participate [url=http://www.monclerdoudounee.fr]moncler doudoune[/url] in all the mountain sports, and has close ties with nature . Alcuni modelli, invece, [url=http://www.monclerfrancee.fr] doudounes moncler[/url] usano tessuti giapponesi dalle alte prestazioni . Moncler [url=http://www.monclersoutlet2013.it] moncler outlet[/url] R (2012) - Edizione speciale maschile della linea principale, disegnata da Christopher Reaburn; offre capi funzionali, classici e pratici, ispirati al mondo militare, prodotti con materiali tecnici in colori verde oliva, cachi, bianco, celeste e nero . moncler-coats top 09
You can attempt moncler 2012 generating a mixture of two names you like, or rearranging the letters of one more name to obtain a brand new title . I l r i p i e n o 猫 a l 1 0 0 % v e r a p i u m a l u n g o d u r a n t e l u t i l i z z o d i [url=http://www.monclerdoudounee.fr]moncler doudoune pas cher[/url] g i a c c a 猫 r e a l i z z a t a i n 1 0 0 % p o l i a m m i d e . He used to [url=http://www.monclersoutlet2013.it] piumini moncler[/url] be a guardian of the mountains and ski instructor . Price should be key factor but is it doesn't comfort along with the quality who has made mocnler a new well-known brand amongst [url=http://www.monclersoldehomme.fr]moncler paris[/url] adult males . In higher school in geometry course the instructor instructed us a factor truly intriguing to help us really don't forget the formulation we will need to use to determine the spot of a circle.[/p]