Sunday, August 3, 2008
Gay pride í Amsterdam
Hér var gay pride í dag. Það er samt ekki hægt að kalla þetta gleðigöngu því að ekki er gengið heldur siglt eftir löngu sýki í borginni. Þetta voru um 80 bátar, oftast með tónlist og dansi. Borgarstjórinn fór fyrir stafni á fremsta bátnum. Bæði var um að ræða alls kyns samtök og félög, einkaframtak, skemmtistaði og stórfyrirtæki, s.s. banka. Hvorki var boðið upp á Íslendingabát né meinafræðibát þannig að ég horfði bara á. Annars hef ég setið og unnið í ritgerðinni. Þetta þokast allt í rétta átt. Kveðja, Pétur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
það kom sú hugmynd upp á BMT að hafa svona læknabíl í næstu gay pride göngu hér á Íslandi. Þar væru allir í hvítum sloppum veifandi hlustunarpípum og sýnandi hjartahnoð á gínum. Að sjálfsögðu myndi ER lagið hljóma undir.
Ég er ekki viss um að meinafræðibíll myndi slá í gegn.
kv Dögg
Post a Comment