Sunday, August 24, 2008

Kominn heim frá Berlín

Skrapp til Berlínar um helgina. Tími til kominn að lyfta sér upp eftir ritgerðarskilin. Þangað var Ásgeir kominn einum degi á undan mér en við vorum hjá vinkonum Ásgeirs frá Svíþjóð. Það var gaman að koma aftur til Berlínar, var þar síðast fyrir um 5 árum. Þá var uppbygging mjög áberandi en virðist mun lengra komin núna. Við skoðuðum m.a. leifar af múrnum og þar í grenndinni voru leyfar af undirstöðvum höfuðstöðva Gestapo með áhugaverðri myndasýningu. Í borg þar sem minningarnar um það sem gerðist í seinni heimstyrjöldinni eru hvarvetna er skrítið að nýnasismi skuli vera til staðar. Til dæmis sá ég mann á gangi með labradorhundinn sinn og með nasistamerki á úlpuerminni. Þá sáum við nýnasistalega gaura hrópa úr bíl á Tyrkina sem voru margir í hverfinu þar sem við bjuggum. Annars er Berlín ódýr borg. Eftir því sem við fréttum er húsaleiga lægri en t.d. í Amsterdam og matur var greinilega ódýr, sérstaklega alls konar skyndibitastaðir sem voru út um allt. Fékk mér t.d. góðan kebab á 2,8 evrur.
Vinnan hefur gengið sinn vanagang. Síðasta vika var fremur róleg. Hef verið með nokkur áhugaverð sýni, t.d. smáfrumukrabbamein í þvagblöðru, amelanotic large and spindle cell melanoma, ristilkrabbamein með tap á MSI-6 (sem þýðir að viðkomandi er sennilegast með HNPCC), nasopharyngeal carcinoma og síðan enn eitt sýnið sem samanstóð af tungu, barka og hálseitlum.
Kv. Pétur.

2 comments:

ellinn said...

you had me at hello!

Anonymous said...

Hae! rakst a siduna tina. Bid ad heils honum asgeiri minum. Tar sem Eva er komin hingad til ad vera, ta hafid tid tvaer lesbiskar astaedur til ad heilsa upp á okkur aftur i MAdrid!

Koss og knus

Silja sveitta