Núna um helgina, nánar tiltekið 5. desember, gaf Sinterklaas í skóinn hér í Amsterdam. Þá fá hollensku börnin gjafir og nammi og allir flýttu sér heim úr vinnunni á föstudaginn. Gjafajólin fara því mun fyrr fram hér en heima og útsölurnar byrja hér eftir rúma viku. Sinterklaas kemur samt aðeins fyrr til Hollands, þ.e. 15. nóvember á skipi sínu frá Madríd ásamt þrælunum sínum, zwarte Pieten (svörtu Pétrarnir). Það eru svertingjar sem munu reyndar upprunalega hafa verið sótarar. Þeir hafa nammipoka til að gefa börnunum. Svo kemur Kerstmann (lesist Kólasveinninn) 24. desember og þá er mun minna um gjafir. Ásgeir fékk frá Sinterklaas nærbuxur og kökukefli. Ég fékk líka nærbuxur. Í dag verður hér smá jólabakstur. Við erum með jólatónlist á fóninum. Hún er merkileg sú íslenska formúla að taka ítölsk popplög og breyta í jólalög.
Ég var að horfa á Silfur Egils áðan. Manni blöskrar hversu lélegt regluverkið er í íslenskum viðskiptum; allt má og ekkert er saknæmt, spilling er leyfð. Það eru stjórnmálamenn sem gerðu þetta kleyft, þar á vandamálið uppruna sinn. Nú þarf bæði að koma ónýtum stjórnmálamönnum og lagsmönnum þeirra frá og laga stórkostlega gallað regluverk sem þeir hafa skapað. Ég óska þess að sjá hæft fólk stíga fram, hverjir verða það?
Kveðja, Pétur.
Sunday, December 7, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ég tilnefni Guðna Ágústsson, hann var alltaf traustur, kominn tími á comeback hjá kallinum...
Sniðugt að gefa gjafirnar löngu fyrir jól! Ættum líka að leggja niður kólasveininn með það sama og láta gömlu Íslensku durgana duga.
Er búin að updatea mig aðeins í blogginu ykkar, langt síðan ég hef haft tíma ;) Hlakka til að sjá ykkur um jólin, vona að við náum að hittast eitthvað. Kveðja, Helga og lúbbar
Post a Comment