Saturday, December 6, 2008

Bloggað

Tvær vikur þangað til við komum heim, hlökkum mikið til. Ásgeir á núna eftir 7 sýningar af verkinu Sloth. Ein verður í kvöld, nánar tiltekið í bænum Purmerend. Svo er Ásgeir byrjaður að undirbúa einstaklingsverkefni og BA-ritgerð fyrir vorið en þá verður hann á Íslandi til að klára BA-gráðuna í dansi.

Við fórum á sýningu í gær. Það var verk þar sem öll sýningin var þannig að leikararnir sex komu fram á sviðið í "slómó" til að hneigja sig líkt og eftir sýningu. Á meðan því stóð sögðu þeir þær hugsanir sem fóru um hugann. Alveg í lokin endurtóku þau hreyfingarnar á eðlilegum hraða, það tók 2 mínútur.

Hjá mér hefur verið mikið að gera í vinnunni, hef komið seint heim. Sem betur fer hafa nokkur áhugaverð tilfelli dúkkað upp inn á milli rútínunnar, man í svipinn eftir atypical fibroxanthoma og smáfrumukrabbameini í brjósti. Annars var óvanaleg krufning í vikunni, einstaklingur sem hafði látist fyrir 2 vikum í Tælandi og líkið þar smurt en ekki flutt til Hollands þar sem flugsamgöngur til og frá Tælandi voru í lamasessi vegna mótmælanna þar. Formalínlyktin var mjög sterk og rotnun merkilega lítil, sem betur fer.

Kv. Pétur.

No comments: