Sunday, March 22, 2009

Vor í loftinu

Það er enginn vafi að vorið er að koma. Ég vaknaði í morgun og úti var 10 stiga hiti, sól og logn. Nú er opið út á frönsku svalirnar, virkilega notalegt.

Síðastliðna helgi var ég á Íslandi, heimsótti loks Ásgeir. Við fórum í sumarbústað eina nótt sem var mjög gaman. Fórum í göngutúr í nágrenninu og rennblotnuðum í rigninu, keyrðum blindbyl yfir Hellisheiðina, fórum í 2 afmæli á laugardagskvöldinu og borðuðum auðvitað góðan mat. Ásgeir kemur svo hingað eftir rúmar 2 vikur og verður hér yfir páskana. Vonandi helst góða veðrið hér.

Ég var svo óheppinn að fá augnsýkingu. Hvort sem það var út af einhverri veiru eða vegna augnlinsa var þetta vesen. Var með krem fyrir augun og sá þess vegna illa. Mér var sagt í vinnunni að ég liti út eins og ég hefði setið á sumbli alla nóttina. Þetta er sem betur fer að lagast.

Er orðið “boð” gamaldags? Mér var sagt það, ég er alls ekki sammála því. Skoðanir?

Svo er alltaf að verða augljósara og augljósara að græðgi varð íslensku fjármálalífi að falli. Menn fóru inn í fyrirtæki og banka, soguðu allt fjármagn út og skildu eftir rústir einar. Það er augljóst að réttur var brotinn, en allt leyfðist einhvern veginn og menn töldu sig komast upp með hluti í nafni frjálshyggju, viðskiptalögmála og peninga. Í bakgrunninum voru vissar alþjóðlegar aðstæður og innlend stjórnvöld sem vildu hreinlega hafa hlutina eins og þeir voru, þar með talið takmarkað eftirlit.

1 comment:

Anonymous said...

Mér finnst "boð" fínt og gilt orð. Eins og orðið "merki."