Saturday, April 18, 2009

Bók

Kláraði í morgun bókina Konur eftir Steinar Braga. Þetta er óvenjuleg bók, spennandi. Ég bjóst við öðruvísi enda á bókinni og þegar ég kláraði hana henti ég henni frá mér. Mér leið ekki vel fyrst eftir lesturinn. Í stuttu máli fjallar þetta um konu sem er leidd í gildru, blekkt og hneppt í ánauð. Umhverfið er Ísland útrásarinnar. Ég á erfitt með að gera upp við mig hvort bókin fjallar um konur sem leiksoppa í veröld karlmanna eða raunverulega íslenskan almenning sem strengjabrúðu peningamanna.

Það hefur verið mikið að gera í vinnunni þessa vikuna. Hef líka séð nokkur áhugaverð tilfelli; elastofibrosis, nodular melanoma, balloon cell melanoma, leg með placenta increta, eosinophilic cholecystitis, sjaldgæft afbrigði af og graftarkýli í fylgju vegna Listeria-sýkingar. Ef ég ber saman við það sem ég sá heima er meira af öllu en samt í svipuðum hlutföllum, fyrir utan það að húðæxli eru miklu algengari.

2 comments:

Anonymous said...

While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
EX : View Source.
http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
Written it very smart!
I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
(sr for my bad english ^_^)

email: ya76oo@ya76oo.com
thanks.

Anonymous said...

hmmm... hljómar eins og eitthvað óæskilegt

Ásgeir