Eru flestir hættir að blogga? Hér til hliðar er listi yfir ýmis blogg en flestir eru hættir.
Annars er allt gott að frétta. Það hefur verið aðeins minna að gera í vinnunni undanfarið og ég er yfirleitt kominn heim klukkan sjö. Við fórum síðustu helgi í kvöldmat til Valtýs sem er að læra barnalæknisfræði í Utrecht. Um þessar mundir erum við einu Íslendingarnir í sérnámi í læknisfræði í Hollandi. Það var mjög gaman að heimsækja Valtý og konuna hans, Eddu. Þau búa í þorpi rétt utan við Utrecht. Þetta þorp er fullkomið fyrir fjölskyldufólk og það var gaman að sjá hversu vel þau búa. Mér hafði verið sagt að það væri mjög gott að ala upp börn í Hollandi og svo sagði Edda mér að kannanir sýni að hollensk börn séu hamingjusömustu börn í heimi.
Við fórum á laugardaginn í danspartí á Melkweg en fyrr um daginn vann ég í enn einni greininni sem ég er að skrifa um ristilkrabbamein.
Vignir kom í heimsókn í dag og verður fram á sunnudag. Hér verður mikið stuð.
Svo er maður að spá í það hvað best sé að gera við peningana heima á Íslandi.... hmmm.
Thursday, July 16, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Er ekki hætt að blogga, bara búin að vera í löngu fríi ; ) Stefni á bót og betrun þegar ég yfirgef Íslandið í haust. Er samt ekki að sama skapi hætt að lesa blogg. Er alltaf á vappinu hjá ykkur Ásgeiri hérna að fylgjast með Hollandsbloggi.
Kærar úr Kópavoginum
Ég tek alltaf reglulegan bloggrúnt og er byrjuð að blogga fyrir litluna mína á www.tjaldholagengid.shutterfly.com
lykilorðið er sú tegund af gæludýrum sem ég var síðast með
kv Dögg
gríðarlega vikur bloggari hér á ferð. Ekki enn formlega hættur
elías
smá pása í gangi! kannski maður taki upp þráðinn með haustinu. Mér finnst samt alltaf jafngaman að fylgjast með ykkur Amsterdömmurum úr fjarska.
Kveðja frá Bóstón.
Post a Comment