Við Ásgeir borðuðum ljúffengan mat í kvöld hér heima. Vitaskuld var það eitthvað sem Ásgeir eldaði. Hann fann uppskriftina í Jamie Oliver. Svo prufaði hann góða uppskrift af heimasíðunni hans Ragnars um daginn - ljúffengur réttur.
Holland hefur verið í fréttum heima. Sama er ekki beinlínis að segja um Ísland sem hefur vart borið á góma. Í DV var frétt um Hollendinga sem ætla að gera árás á Ísland og ná í IceSavepeningana. Ég las þessa síðu í gegn - greinilega samin af einhverjum með stórmennskubrjálæði. IceSavemálið hefur greinilega beint sjónum ruglaðra manna að litla Íslandi. Ég verð alls ekkert var við viðhorf af þessu tagi. Í augum flestra hér er IceSavemálið leyst, eða a.m.k. ekki á döfinni.
Ásgeir fór í vikunni og keypti bókaskápinn Billy í Ikea. Reiddi skápinn heim á hjóli - mikið afrek. Stofan okkar er orðin svakalega fín. Greinin mín um ristilkrabbamein (munur á hægri og vinstri hluta) er alveg að verða búin. Ég vinn að henni þegar tími gefst til og hún er alveg að verða tilbúin. Það verður frábært að klára hana.
Vinnan.. jú, það voru nokkur áhugaverð tilfelli þessa vikuna, t.d. útbreiddar fituembólíur í lungum eftir lærleggsbrot og aðgerð, nokkrar undirtýpur legbolsslímhúðarkrabbameins, vellus hair cyst, erythema chronicum migrans, palmoplantar pustulosis, atypical fibroxanthoma, goblet cel type hyperplastic polyp, nodular melanoma, mesonephric hyperplasia í leghálsi, anaplastic T frumu lymphoma, Kaposi sarcoma í forhúð.
Á næstunni Gay pride hér í Amsterdam, London, Stokkhólmur, Graz og síðustu 2 mánuðirnir í Alkmaar.
Saturday, July 25, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
ég fæ alltaf smá blóð í hann þegar ég les þessi latnesku læknaheiti...
kv.
Gulli
Post a Comment