Saturday, September 26, 2009

Reif buxurnar

Í einu eldra bloggi skrifaði ég um það hvernig spítalalóðin í Alkmaar er að hluta (svona 50%) til girt með hárri girðingu með gaddavír og til að komast í gegn þarf maður að fara í gegnum rammgerð hlið með göddum ofan á. Af einhverjum ástæðum er svo hliðunum lokað á kvöldin og þá þarf maður að fara út að framan og fara stóran krók til að komast á lestarstöðina. Enginn virðist vita af hverju þetta er svona, þetta er eitt af þessu skrýtna sem maður rekur sig á í útlöndum en heimafólki finnst sjálfsagt. Ég var seint á ferðinni og klifraði yfir hliðið líkt og ég hef reyndar oft gert áður. En núna var ég óheppinn - önnur buxnaskálmin festist í göddunum og það kom gat. Mig langar helst til að stoppa upp í lásana með drasli og eyðileggja þessi asnalegu hlið.
Sjonni er í heimsókn (ps hann biður að heilsa). Við fórum í gær á Ríkislistasafnið meðal annars. Í dag er förinni heitið í Amsterdamskóginn til að fara á kanó í lúxusveðri.
Pétur.

2 comments:

Ólöf said...

Fuss, meiri vitleysan með þessi hlið og gaddavíra! Mana þig til að setja tyggigúmmí í lásinn!
Til hamingju með Ásgeir, asskoti gott hjá honum að fá dansstöðuna!!!

Gulli said...

:)
Til hamingju Ásgeir! Til hamingju með buxurnar Pétur minn!