Friday, November 23, 2007

Verwijd-verwijderd

Hér gengur allt sinn vanagang um þessar mundir. Reyndar flytjum við í næstu viku úr úthverfinu Bautenveldert í huggulegt hverfi meira miðsvæðis með útsýni hollenskt sýki.

Einn prófessorinn benti mér vinsamlega á það í gær að ég ætti til að rugla saman vissum orðum. Þannig var nefnilega að síðastliðinn þriðjudag var ég að kynna krufningar vikunnar á undan, hélt á ósæðinni og sagði við alla viðstadda að ósæðin væri "iets verwijderd" sem þýðir víst "það er búið að fjarlægja ósæðina lítillega" en hefði átt að segja "verwijd" sem þýðir "víkkuð".

Kveðja, Pétur.

1 comment:

Anonymous said...

Guð minn góður! Ég lái þér ekki að ruglast aðeins í hollenskunni enn þá! Og ég er að stressast yfir sænskunni sem ég þarf brátt að brúka en kann nánast alls ekkert í!
Gaman að lesa um lífið í Amster
Kær kveðja
Kolla