Ásgeir fór tímabundið til Newcastle í morgun. Þar verður hann í nokkrar vikur í vinnu. Því er ég orðinn einn í kotinu. Ætla að vera rosalega duglegur næstu daga í ristilverkefninu. Svo skrepp ég næstu helgi til Newcastle til að heimsækja Ásgeir.
Inga Jóna kom við hjá okkur í gær og gisti eina nótt á leið til bróður síns í Groningen. Eftir kvöldmat skruppum við niður í bæ og skoðuðum næturlífið - fórum reyndar ekki í Rauða hverfið en nóg var að sjá á skemmtistöðunum kringum Leidseplein og Rembrandtplein. Á leiðinni heim duttum við inn á skondinn stað við Rembrandtplein. Þarna var mestmegnis fólk á aldrinum 20-25 ára. Um leið og við komum inn kom maður með hollenskt hár (lesist: fremur sítt hrokkið hár greitt aftur og bak við eyru) og reyndi að dáleiða Ingu Jónu með handahreyfingum. Seinna virtist sama trix virka á einhverja stelpu þarna inni en Inga Jóna lét ekki táldragast af þessu dyndilmenni. Við fengum okkur einn bjór þarna inni bara til að skoða og stemmningin var skrýtin. Það var skipt um lög á 1 mínútu fresti og það var allt frá jóðli og gömlum hollenskum lögum í bassaútsetningu yfir í nýrri tónlist af vinsældalistunum. Margir virtust kunna textana við lögin. Reglulega var stórum bjöllum yfir barnum hringt svakalega en án augljóss tilgangs. Einn bjór þarna dugði alveg og þetta var síðasti staðurinn á bæjarröltinu.
Fyrir liggur Söngakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þessa vikuna. Ég hef aðeins fylgst með þessu og hlakka til að sjá hvernig íslenska hópnum gengur. Hollenska lagið er ekkert spes, mæli með því að haldið sé fyrir eyrun.
Annars er merkilegt að fylgjast með þróun fjármála á Íslandi. Til marks um verðbólguna og hækkun vöruverðs frétti ég af eins og hálfs árs gömlum bíl sem seldist nú á lítið eitt hærra verði en hann var keyptur á.
Kveðja, Pétur.
Sunday, May 18, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment