Saturday, May 3, 2008

Ný blóm

Á frönsku svölunum okkar hanga blómapottar. Í byrjun árs tók ég mig til og plantaði túlípanalaukum í íslensku fánalitunum. Bláir túlípanar yst, þá hvítir og svo rauðir í miðjunni. Við biðum spenntir eftir því að þeir blómstruðu en þegar loks kom að því þá blómstruðu þeir í vitlausum litum, hver á sínum tímanaum eða bara ekki neitt. Blái liturinn, fjallabláminn varð fjólublár. Hvíti liturinn, ísinn varð pissugulur og rauði, eldurinn í iðrum jarðar hélt sig neðanjarðar.

Núna hef ég ákveðið að gera aðra tilraun. Ég fór í hollenska Blómaval (Intratuin) og keypti fimm gasaníur (held ég að þær heiti), þrjár gular og þrjár rauðar. Ég sá reyndar nokkur önnur skemmtileg blóm í búðinni og er að spá í að skipta í ágúst og fá mér hengiblóm.

kv. Ásgeir

Hér fylgir mynd.

No comments: