Ísland komst áfram og Júróbandið stóð sig mjög vel. Ég hef ámálgað söngvakeppnina við fólk í vinnunni og ýmist virðist fólk ekki vita að keppnin sé í gangi eða segist ekki hafa áhuga - fyrir utan Alexi, deildarlækninn frá Georgíu, sem vildi að ég kysi Georgíu í kvöld. Hollenski þulurinn gerir mikið í því að segja eitthvað neikvætt um keppendur, talaði t.d. um botox-popp frá Svíþjóð og að söngkonan frá Póllandi hefði verið með tennurnar í bleikingu í þrjá mánuði fyrir keppnina. Hann talaði reyndar jákvætt um íslenska lagið og taldi að það kæmist áfram. Þeir Hollendingar sem hafa skoðun á keppninni tala um ofríki austur-evrópskrar blokkar, landa sem áður voru eitt en eru nú aðskilin og kjósa hvert annað. Ég held að þetta skýrist nú líka af metnaðarleysi í Vestur-Evrópu.
Hagsmunaöflum og sumum stjórnmálamönnum ætlar að takast að hafa áhrif á þróun Vatnsmýrarinnar og flugvallar í Reykjavík. Núverandi borgarstjóri, sem virðist ekki fulltrúi eins eða neins í Reykjavík, er alfarið á móti því að flugvöllurinn fari og ætlar að nota stuttan valdatíma til að bolta flugvöllin niður til eilífðarnóns. Í dag voru birtar myndir af fyrirhugaðri samgöngumiðstöð. Flugvöllurinn verður alveg við hliðina á hinum lágreista og víðfeðma framtíðarlandspítala. Var hugmyndin um þéttingu byggðar og tækifæri í Vatnsmýrinni draumur í dós?
Thursday, May 22, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment