Tuesday, January 6, 2009

Ís á síkjunum

Það svo kalt hérna að það er kominn ís á síkin í Amsterdam. Ef kuldinn helst verður ísinn nógu þykkur til að fólk geti farið á skautum í vinnuna. Í dag fór fólk fyrr úr vinnunni til að renna sér á skautum. Skautaíþróttin er vinsæl í Hollandi og í hvert skipti sem frystir vaknar sú spurning hvort hægt verði að halda stóru skautakeppnina. Þá þarf að frysta kringum stóra eyju einhvers staðar fyrir norðan Amsterdam. Þessi keppni var síðast haldin 1997 en ekki síðan þar sem kuldinn hefur ekki haldist nógu mikill og nógu lengi.
Svo var ég í ræktinni áðan. Þar eru Hollendingar ólíkir Íslendingum a.m.k. að tvennu leyti. Annað er að margir eru sjálfskipaðir kennarar og vilja gjarnan koma með ábendingar um það sem betur mætti fara. Hitt er að þeir taka stundum nokkur dansspor við tónlistina. Einn tók langa syrpu fyrir framan spegilinn um daginn. Þeir eru ekkert feimnir við það.
Kv. Pétur.

1 comment:

Anonymous said...

Hæ Pedró!
Kominn og farinn. Vona að þið Ásgeir hafið haft það gott í hlýjunni á Íslandi. Áttaði mig á því hvað við erum góðu vön þegar ég stoppaði í Köben í nokkra daga eftir áramót. Hélt ég myndi snúa heim með kalskemmdir á nefi, fingrum og tám. Danir eru mjög nískir á húshitun og þó ég væri nú hjá alls ónískum íslenskum vinum þá dekkaði ofnaframboð heimilisins bara alls ekki þörfina.
Gott að búa á Íslandi!
Góðar
Addý