Í gærkvöldi lét ég taka mynd af mér í líkkistu. Við Ásgeir höfum kynnst fólki í listabransanum sem stendur fyrir ýmsum viðburðum. Einn slíkur viðburður var opnaður í gær, kallast "Ik R.I.P." (http://www.facebook.com/home.php?#/event.php?eid=41641754430). Þar voru myndir af látnu fólki og líkkistur frá Ghana m.a. í formi kókflösku, bangsa, krabba og Nike-skós. Svo var einhver mjög fríkaður tónlistarmaður og hægt var að fara í tölvuleik þar sem maður átti að láta gamla haltrandi konu ganga að næsta bekk þar sem hún dó eftir að hún hafði setið þar í smá stund og hlustað á lag ("Grand Theft Granny", eða hitt þó heldur). Svo gat fólk látið taka mynd af sér í lokaðri líkkistu, mynd sem var svo sett inn á netið (prófíl sem ég þarf að virkja við tækifæri). Hugmyndin er að fá fólk til að huga að því hvað verður um prófíla fólks á netinu eftir að það fellur frá. Á þessari nýju síðu getur maður svo fengið einhvern til að sjá um prófílinn eftir að maður fellur frá þannig að síðan hverfi ekki, eins og gerist víst t.d. á Facebook þar sem prófílar hverfa eftir ákveðinn tíma ef enginn hreyfing verður.
Í morgun skrapp ég á pósthúsið og sótti þar pakka fyrir Ásgeir. Hér þarf að framvísa skilríkjum þegar maður sækir hluti á pósthúsið og ég neyddist til að þykjast vera Ásgeir, bar mig aumlega og sagðist hafa gleymt skilríkjunum heima. Ótrúlegt en satt, tókst það. Það var líka eins gott því að þetta er eitthvað sem Ásgeir þarf fyrir sýninguna sem hann er að undirbúa og fer til Íslands á morgun.
Þá græjaði ég loks lásinn á hjólinu hans Ásgeirs. Einn þriggja lása var ónýtur og ekki unnt að opna hann. Dröslaði ég hjólinu á verkstæði þar sem lásinn var sagaður í sundur. Þá keypti ég fínan lás sem kostaði reyndar helmingi meira en hjólið sjálft (sem fékkst mjöög ódýrt um árið)!
Kveðja, Pétur.
Saturday, January 31, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
ég verð nú bara að fá að sjá þessa mynd. Kemur hún á facebook?
kv Dögg
Er ekki alveg búinn að ákveða það ;)
Post a Comment