Nú er jólafríinu lokið, ég kom til Amsterdam í dag. Eitt það fyrsta sem ég tók eftir er heim var komið var húskuldinn. Reyndar hafði íbúðin ekki verið hituð upp í 2 vikur en húsnæði á Íslandi er samt áberandi hlýrra en hér í Amsterdam. Hér er aðeins einn ofn (gasofn) í allri íbúðinni.
Við Ásgeir höfðum það mjög gott í jólafríinu. Fyrri tvær vikurnar vorum við hjá foreldrum mínum en seinni tvær hjá foreldrum Ásgeirs. Ásgeir varð svo eftir á Íslandi því að þar ætlar hann að vera fram í maí til að klára BA gráðuna sína í dansi.
Stóran hluta jólafrísins vorum við í fjölskylduboðum eða heimsóknum. Við fengum alls staðar góðan mat. Ég tók því rólega til að byrja með en þegar leið undir lok jólafrísins varð ljóst að ég næði ekki að hitta alla sem mig langaði til að hitta og suma hitti ég aðeins í mýflugumynd.
Ristilrannsóknin tók líka sinn toll. Þó að rannsókninni sé í raun lokið þarf að skrifa þetta upp fyrir læknatímarit. Þetta verða nokkrar greinar, sú fyrsta verður væntanlega birt í Læknablaðinu. Ég tala um að rumpa þetta af en Ásgeir talar um að rumpa í ristilinn, hvað sem það nú þýðir.
Þegar komið var til Amsterdam í dag gerðist ég duglegur og tók til, gekk frá jólaskrauti, þvoði tvær þvottavélar, setti meira að segja bókhaldsgögn í möppu og fór út í búð. Nú er allt tilbúið fyrir vinnuvikuna sem hefst á morgun.
Kveðja, Pétur.
Sunday, January 4, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Gleðilegt ár elsku Pógó og takk fyrir öll þau góðu gömlu!
Ég kannast þokkalega við húskuldann, hér var 12 stiga frost um daginn og ég varð að sofa með 2 sængur og teppi, klædd frá toppi til táar í ullarsokkum og með trefil svo ég gæti fest svefn!
tvær vikur hér og tvær vikur þar.... þú talar eins og að við höfum verið mánuð í jólafríi... þess hefði verið óskandi
kv.ásgeir
Post a Comment