Monday, April 13, 2009

Páskahelgi

Við Ásgeir erum búnir að hafa það mjög gott um páskahelgina. Hér hefur verið 15-20 stiga hiti, sól og frábært veður. Það var reyndar venjulegur vinnudagur hjá mér á föstudaginn langa (fáránlegt, ekkert frí!!) en eftir vinnu fórum við í Vondelpark og drukkum bjór með vinum. Þar var m.a. einhver frakki sem reyndist vera smásjársölumaður og var að reyna að selja mér smásjá á 30.000 evrur. Eftir það fórum við og hittum Renate og Róbert kærasta hennar, Renate flutti til Rotterdam fyrir skömmu síðan til að fara í sérnám í meltingarlækningum. Við fórum fyrst í túristagötuna og keyptum fáránlega dýrar pítsusneiðar. Ásamt þeim fórum við á lokakvöld Mediamtic, sem er eins konar gallerí. Þar lét ég spá fyrir mér, ég dey víst 86 ára gamall. Einnig lét ég farða mig sem aldraðan og fékk hárkollu með gráu hári. Þá var boðið upp á að maður skreytti sína eigin líkkistu, við Ásgeir nenntum því ekki.
Á laugardag fórum við í paintball. Það var mjög gaman. Anna Þóra, gömul vinkona Ásgeirs, sem nú er flutt til Amsterdam skipulagði litboltaferð í tilefni af afmæli kærasta síns. Ég var búinn að fara í litbolta áður á Íslandi og þetta var allt öðru vísi. Það voru margir mismunandi vellir sem við prufuðum, mjög gaman. Um kvöldið fórum við að sjá mjög spes danssýningu, meira um það síðar.
Í gær fórum við í árdegisbít (=brunch) hjá vinum okkar og fengum svo sjálfir gesti um kvöldið, Kjartan og Ingu, Önnu Þóru og James. Við vorum með íslenskt lambakjöt í aðalrétt. Anna Þóra kom með lax í forrétt og Inga með súkkilaðiköku í eftirrétt. Spiluðum svo spilið Hmmmmmbug, þar sem maður á að humma lög og hinir eiga að giska, mjög gaman.
Í dag heldur Ásgeir til Íslands og þangað kem ég eftir 5 vikur.

1 comment:

SíSí said...

Ohhh hvað það er mikil snilld fyrir mig að eiga 2 af mínum bestu vinum þarna í Hollandi! Ég verð að kíkja á ykkur Renate soon :)
Það hljómar hálfkrípí að láta fyrst spá því að maður lifi til 86 ára og láta svo farða sig sem slíkan, Pétur! En gott að þið skylduð alla vegana ekki fara í líkkistudæmið...