Saturday, December 22, 2007

Komnir til byggða

Komum til Íslands síðdegis í gær. Lögðum af stað klukkan 3:00 á Íslenskum tíma og vorum komnir út úr Leifsstöð kl. 17. Þetta var langt ferðalag þar sem við misstum af seinni vélinni okkar frá London-Gattwick til Keflavíkur. Vélin frá Amsterdam til Gattwick með Britisch Airways var sein í loftið vegna flugumferðar, þoku og ísingar. Þurfti síðan að hringsóla yfir Gatwick vegna þoku þar og gat síðan ekki lagt í stæðið strax sem var upptekið. Við vorum býsna stressaðir og þegar við komumst út úr vélinni hlupum við eins og fætur toguðu og stóðum á öndinni við innritunarborð til að komast í framhaldsflugið einnig með British Airways, einni mínútu í brottför. Það var augljóslega of seint og við misstum af vélinni. Tíminn milli véla var stuttur; 55 mínútur, sem er lágmarkstími sem flugfélagið ábyrgist til að maður komist milli véla. Þau hjá British Airways hikuðu ekki og keyptu tvö sæti hjá Flugleiðum og rútumiða yfir á Heathrow þaðan sem við fórum til Íslands seinna um daginn.
Stundum þegar maður er á heimleið til Íslands og maður heyrir í Íslendingum á flugvellinum þá hefur hugsunin "oh, Íslendingar" hvarflað að manni. Í þetta skiptið hugsuðum við ekki svo og höfðum gaman af því að sjá Íslendingana og heyra í þeim, ánægðir að vera á heimleið.
Jólagjafainnkaupum er lokið og nú ætlum við að hafa það gott yfir jól og áramót. Ég þarf reyndar að sinna ristilverkefninu líka - en hvað eru jól án þess? Sjáumst nú yfir hátíðarnar.
Kveðja, Pétur.

4 comments:

Anonymous said...

Velkomnir heim! Hlökkum til að sjá ykkur!!!

Anonymous said...

Gleðileg jól drengir! Hvað verðið þið lengi á landinu? Það væri gaman að hitta ykkur!

Í Amsturdammi said...

Hæ. Ólöf. Ég fer aftur til Amsterdam 2. janúar. Kv. Pétur.

Gulli said...

Já, hvað eru jól án ristils?