Wednesday, February 13, 2008

Fyrir myndir

Ég hef ákveðið að taka áskorun og birta myndir af slottinu... í dag fyrir myndir og á morgun eftir myndir.

Hér er stofan okkar með frönskum svölum og gluggum út að síki.


Hér er aukaherbergið sem fyrri leigjandi notaði sem hjólageymslu.


Hér er hinn hlutinn ef stofunni. Inn af stofunni er svefnherbergið og þarna til hægri má sjá dyr inn í andyri


Hér er svo svefnherbergið okkar, við erum nú reyndar búnir að taka flugnanetið niður en það fer að líða að því að það fari upp aftur.


Hér eru þessar áður nefndu dyr og tvær til, hægra megin er klósettið en vinstra megin er vaskur og sturta


Hér er svo eldhúsið. Einhverra hluta vegna tekst mér ekki að láta þessa mynd snúa rétt. Ég treysti því að tæknitröllið Árni Grímur komi mér til bjargar.


dúúúúúúúúúúúíííí (lesist upphátt sem hátíðnihljóð)
Ásgeir

3 comments:

Anonymous said...

Afbragðssvartími við áskorun! Þetta er hin notalegasta íbúð. Skil samt vel að þið hafið viljað mála karmana!! Svo er bara að fylla vínhilluna ( og tæma jafnóðum) og fara að njóta hins ljúfa lífs í Amsterdam!
Það virtist eitthvað svo bjart og fallegt veðrið út um gluggana hjá ykkur. Ég sem er að reyna að telja mér trú um að allir heimsborgarar ( amk Evrópubúar) séu í sama vetrarríkinu og við ;(
kk
Addý

Anonymous said...

Gaman ad sjá hvernig thid búid. Gott líka ad heyra ad seinagangur í nettengingum er til stadar á fleiri stödum en hér í Stokkhólmi. Ég get thó komist á netid á vinnutíma núna og med módemi.
Hvernig gengur annars med hollenskuna núna? Ertu farinn ad kryfja á hollensku? Thad hlýtur ad vera spúkí!!
Hlakka til ad heyra meira frá Amsterdam
Kolla

Anonymous said...

Gaman að sjá íbúðina aftur, ég er enn að hlægja af klósettskápnum ykkar....

kv Dögg