Nú er pítsa í ofninum og ég ætla að blogga lítillega á meðan við Ásgeir bíðum eftir að hún verði til. Það er að frétt að a allri vinnunni hér við að gera upp íbúðina er lokið. Ásgeir málaði klósettskápinn um helgina og í gær kom leigusalinn og hjálpaði okkur að hengja upp myndir (sem má bara gera á 60 cm fresti vegna þess hvernig veggirnir eru gerðir). Það er enn í bígerð að taka myndir af íbúðinni og setja hér inn á síðuna. Leigusalarnir skoðuðu svo íbúðina í gær og voru svo ánægðir að þeir ákváðu að bjóða okkur út að borða fyrir tvo á veitingastað hér í næstu götu. Ég fór loks í klippingu áðan, fór aftur á kínversku Hello Kitty-rakarastofuna eins og við Ásgeir köllum hana. Var orðinn býsna hárprúður.
Hef verið í eins konar aðlögun síðasliðna viku fyrir þann part vinnunnar sem tekur nú við eftir að krufningablokkinni lauk. Mér fannst þetta aðlögunartímabil of langt og var alveg að mygla. Deildarlæknar sem hafa unnið þarna lengur setja mann inn í vinnuna. Það var stundum ankanalegt að vita í vissum tilvikum meira en kennarinn og sumt í vinnubrögðunum finnst mér skrýtið. Fæ að vinna sjálfstætt á morgun.
Í kvöld ætlum við að hitta Jeroen og Melanie, gömlu leigusalana okkar sem leigðu okkur íbúðina sína þegar þau voru í Taílandi. Það stóð alltaf til að hitta þau og okkur skilst að þau hafi litla gjöf handa okkur, eitthvað með tælensku og hollensku ívafi. Það verður spennandi að sjá.
Metrókerfið hér í Amsterdam er ekki viðamikið, aðeins 4 línur, en svo heppilega vill til að einn metróinn stoppar rétt við heimili okkar og síðan rétt við spítalann þar sem ég vinn. Víða er hægt að komast í metróinn án þess að borga en af og til eru gerðar rassíur og þá eru metróinn stoppaður á einhverri stöð og allir beðnir að sýna miða. Þeir sem ekki hafa miða þurfa að borga háa sekt. Núna hefur verið skipulögð rassía á stöðinni næst okkur þrjú kvöld í röð. Fyrsta kvöldið brá mér mjög mikið því að ég hafði gleymt að láta stimpla kortið mitt. Ég fór út úr lestinni og sagðist hafa skilið kortið eftir í lestinni. Mér var þá gert að fara og finna það. Þar þóttist ég leita að kortinu og svo fór metróinn loks af stað og ég slapp, komst út á næstu stöð og gekk þaðan heim - frekar stressandi.
Tuesday, February 19, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment