Sunday, February 24, 2008

Til Barcelona

Við Ásgeir höfum haft í nógu að snúast. Við fórum á fimmtudaginn í stórt matarboð til Shawna, bandarískrar konu sem við kynntumst hérna gegnum sameiginlega vini okkar. Palli, gamall vinur hans Ásgeirs, er búinn að vera í heimsókn. Meðal annars var haldið í Madame Tussauds þar sem fræga fólkið var skoðað og fylgst var með Söngvakeppninni heima á Íslandi af athygli. Síðast en ekki síst skrapp Ásgeir með mjög stuttum fyrirvara til Barcelona, eins sólarhrings ferð, þar sem hann fór í prufu og fékk vinnu við dansverkefni í nokkrar vikur í vor. Þetta er verkið:
http://www.thomasnoonedance.com/weng/06video/video.htm

Og loks framhald af síðasta bloggi: Haldið þið ekki að leigusalarnir okkar gömlu sem við hittum í síðustu viku hafi gefið okkur Búddastyttu. Fyrir þá sem ekki muna var sú íbúð hlaðin búddastyttum og alls kyns hlutum í nýlendustíl.

No comments: